12.5.03

Rh?des?a

Neti? er magna?. ?g vissi ekki a? einhver tengsl v?ru milli Rh?des?u og ?slands, kannski spilar hinn n?i kunningi minn Andre ?ar inn ?. Nafnaskipti ur?u ?egar landi? fékk sj?lfst??i. Rh?des?a hét ?a? eftir Cecil John Rhodes 1853-1902. ?etta er ekki n?lunda e?a var. Ma?urinn vill geta af sér afkv?mi, ?a? er einn af tilgangi l?fsins, koma s?num genum ?fram. Kannski var Rhodes getulaus og ?n afkv?ma og vildi nefna landi? eftir sér - e?a ?tli ?etta hafi ekki veri? seinni t?ma verk - landi? nefnt eftir landk?nnu?i - ég ver? a? sko?a ?etta betur. En vi? h?fum enn B?liv?u sem B?liv?u eftir Bolivar. Sko?i? http://rhodesian.server101.com. Zimbabwe er n? l??veldi? Kong? eftir a? Mugabe komst til valda - hann er snarbila?ur og mikil eymd r?kir ? landinu. Eignaupptaka ? landi hv?tra b?nda ?tti sér sta? ekki alls fyrir l?ngu. H?st?kumennirnir kunnu l?ti? til verka svo framlei?sla ? helstu matv?rum liggur ni?ri. ?g held a? hagkerfi landsins sé minna en ? ?slandi og landi? telur 50 millj?n ?b?a. ?sland er me? 91. st?rsta hagkerfi heims en L??veldi? Kong? er 108. st?rsta hagkerfi ? heimi.

Hérna er augl?sing ? jar?af?r Cecil Rhodes



En hva? er a? sj? ? Rh?des?u? Viktor?ufossarnir eru ?arna me? fallh?? upp ? 1700 metra. David Livingstone var fyrsti vestr?ni ma?urinn til a? l?ta ?? augum ?ri? 1860.

|




Kosninganótt og sjálfið

Kosninganóttin var viðburðarík fyrir margra hluta sakir. Úrslitin eru ekki umræðuefnið í sjálfu sér heldur tilviljanir og óvæntar uppákomur. Ekki var sýnt hvert skyldi haldið að loknum mesta kosningahasarnum, en svo fór að í félagi við tvo kvenmenn var haldið út á Ægisíðu þar sem heimabruggað vín var smakkað og skrafað og sungið með hressu fólki. Það skemmtilega við gleðskapinn var að ég hitti Rhódesíumann. Ég hef aldrei hitt Rhódesíumann áður, hann var alhvítur með ljóst hár og nokkuð útitekinn. Upp úr samræðunum kom að hann er Hollendingur / Englengdingur en hefur ekki til Rhódesíu komið í þónokkurn tíma eða þá líklegast síðan landið skipti um nafn. Rhódesía heitir ekki því nafni lengur, heldur Zimbabwe eða eitthvað slíkt. En kynni mín af Rhódesíu eru fyrst og fremst mörkuð af áhuga mínum á þróun mannsins. Einn af forfeðrum okkar var nefndur Rhódesíumaðurinn. Kappi með lágt enni, bogið bak og framstæðar augabrúnir. Þessi kappi kynntist ekki eldinum, enda varla þörf í miðri Afríku þar sem nóg var/er að bíta og brenna.
Þar sem ég er hress og þyrsti í þekkingu á framandi menningu er eflaust leiðinlegt fyrir fólk á borð við Rhódesíumanninn að hitta á mig. Fleiri hressir einstkalingar voru í gleðskapnum sem lágu ekki á skoðun sinni á kvótakerfinu.

Sjálfið

Þetta með sjálfið. Já, sjálfið er merkilegt. Maður býr til sitt sjálf. Sjálfið tekur breytingum og hið venjubunda sjálfum er ekki reist á sömu forsendum í dag og fyrir 300 árum. Reyndar voru menn bundnir af súrum trúarkreddum fyrir 300 árum, fólk brennt á Vestfjörðum og svoleiðis - held það séu alveg 300 ár síðan eða kannski 400. Sjálfið er flókið fyrirbæri því maðurinn getur verið flókinn. Sjálfið er brot margra hluta púslað saman og myndar eina heild. Sjálfið (einstaklingurinn) er eins og demantur, það fer eftir því hvaðan ljósið skín hvaða mynd þú sér af því. Þetta er ein af ástæðunum að fjörugt getur verið ræða við fólk sem hefur önnur viðmið og bakgrunn en maður sjálfur. Því fleirum sem ég hef kynnst því betur hef ég kynnst sjálfum mér og þeim sannleik að stundum geta fordómar blossað upp í manni. Bara það að eitthvað í fari einstaklingsins fari í taugarnar á manni eða eitthvað sem einstaklingurinn hefur fyrir stafni getur skekkt heildarmyndina sem maður hefur á viðkomandi einstaklingi. Þetta hefur kennt mér (vonandi) að ef maður ætlar að lifa í sátt við sjálfan sig og umhverfi sitt er betra að taka á fordómum sínum og sína umhverfi sínu umburðarlyndi - án þess þá að láta vaða yfir sig.

Ég þekki allskonar fólk og það viðhefur ýmiskonar háttarlag sem ég hef ekki hug á taka upp. Það breytir því ekki að ég tek þessum einstklingum eins og þeir eru og met þá fyrir það. Það hafa allir kosti og galla, ekki má einblína á gallana um of. Maður skemmir aðeins fyrir sjálfum sér með eilífri neikvæðni. Manni ber að vera hress og jákvæður. Sjálfið er alltaf í mótun. Það er hægt að kenna gömlum hundi að sitja, það er bara örlítið erfiðara. Ég aðhillist tilvistaheimspeki, Jean Paul Sarté skrifaði mikið um hana, hún fjallar m.a. annars um þetta - maðurinn er sífellt í mótun. Bla bla bla...


Ég heiti Árni Georgsson, ég er í mótun og er ekki sá sami í dag og í gær. Ég fékk lyklakyppu sem segir til um eiginleika nafnsins - það er verið að reyna að steypa mig í mót.

|




6.5.03

Svanurinn og eggið

og

|




5.5.03

Kletturinn og Kaðallinn


Kletturinn og Kaðallinn



|