31.5.06

Villa

Fór yfir ritgerð fyrir vin minn. Ritgerðin var á ensku. Hann skrifaði alltaf whore í staðinn fyrir were, þ.e. hóra í stað vera.

|




26.5.06

Þvottaduftið hans pabba

Pabbi er alveg magnaður. Hann er ginkeyptur fyrir tilboðum og er alltaf að gera góð eða heldur það. Mamma var ekki alveg ánægð með hann þegar hún leit á mig og þvottaefnispakkninguna. Pabbi sá ódýrt þvottaduft klárlega á góðum prís og keypti það. Mamma vill kaupa sitt þvottaduft en ekki 9 kg pakkninguna sem pabbi keypti. Rétt eins og ef mamma keypti bílabón fyrir pabba, mamma ekki mikið að vasast í skúrnum. Hann vill sitt Mjallar hreinsibón. Hreinsibónið hans pabba er ekkert grín. Ekki fyrir börn og gamalmenni að bóna með því, mikil átök.

Er að lesa góða bók núna. Blóðugur blekkingarleikur heitir hún, höfundur er Ion Paceba fv. Yfirmann rúmensku leyniþjónustunnar. Í bókinni segir frá daglegu amstri leyniþjónustunnar og samskiptum hans við harðstjórann Ceazeskhu sem var hataður af tveimur börnum sínum en elskaður af sturluðum syni. Harðstjórinn lét uppeldi barnanna í hendur yfirmanna í flokknum. Skólaganga erlendis gerði þeim ljóst að stjórnunaraðferðir og framganga föðurins var ekki gott kaffi. Einnig verslaði ég fjórar bækur á amazon.co.uk. Þrjár af þeim eftir Richard Dawkins: The Selfish Gene, The Blind Watchmaker og Unweaving the Rainbow. Svo var það The Art of War sem ég held ég muni ekki lesa í gegn á einni nóttu heldur blaða í af og til.

Svo er það turntölvan. Í ólagi. Búinn að sækja tónlist á vef. Best of Motown er minn tebolli, svo Bob Marley, er dub og reaggy aðdáandi. Svo sótti ég mér tangótónlist Astors Piazzolla, gott stöff þar. Ekki má heldur gleyma Joe Jackson og lagi hans Steppin' out.

Svo eru tvær heimasíður sem ég skoða svona af og til, How stuff works og vald.org. Kíkið á yfirheyrsluupplýsingar á How... og svo er hægt að sækja vefbækur á vald.org. Jóhannes Björn hagfræðingur heldur úti þeim vef. Það morar allt í samsæringarkenningum þar og kryfur hann hverjir halda um valdaþræði heimsins og lyfjafyrirtæki og gang þeirra m.a.

|




18.5.06

Skiptir máli hvaða nafn þú skýrir barnið þitt eða segir það nokkuð um þig hvað þú skýrir það?

Í bókinni Freakonomics fjallar kaflinn Perfect Parenting, Part II; or: Would a Roshanda by Any Other Name Smell as Well? um þetta mál.

Það er merkilegt að nafn barns getur gefið sterklega til kynna að foreldri sé ekki vel að sér í stafsetningu. Tökum sem dæmi nafnið Jasmine. Skv. Enskri orðabók er jasmínblómið stafað jasmine og líkast til er ætlunin að gera hlutina rétt en fáfræðin kemur upp um litla menntun.

Það koma nokkur hreint mögnuð nöfn fyrir í bókinni. Eitt magnaðasta nafnið á stúlka sem fékk nafn sem bera átti fram á engilsaxensku sem shuh-TEED en var í rauninni stafsett sem “Shithead. Svo eru það tvíburarnir sem skýrðir voru OrangeJello og LemonJello. Foreldrar þeirra skýrðu nafnagjöfina með því að nöfnin ættu að hljóma sem a-RON-zhello og le-MON-zhello. Jæja, við höfum sem betur fer Mannanafnanefnd til að segja af eða á um nöfn. Man nú samt ekki í svipinn eftir nöfnum sem boðið hafa allærlega upp á einelti. Nöfnin sem koma fyrir hér fyrir neðan eru tekin úr gögnum Kaliforníuríkis um nöfn fólks upp úr 1990. Gögnin segja okkur til um það að svartur karl sem ber nafnið DeShawn og svört kona að nafni Imani hefur það verr en kona sem heitir Molly eða maður sem heitir Jake. En þetta er tölfræði. Hér fyrir neðan er afrakstur sem ungur svartur hagfræðingur, Roland G. Fryer Jr., fékk á rannsóknum tengsla milli nafna og tekna og menntunar foreldra

Tökum dæmi um ólíka stafsetningu nafnsins, í sviga fyrir aftan nafnið er meðaltal árafjölda mæðra í skóla.

1. Jazmine (11.94)
2. Jazmyne (12.08)
3. Jazzmin (12.14)
4. Jazzmine (12.16)
5. Jasmyne (12.18)
6. Jasmina (12.50)
7. Jazmyn (12.77)
8. Jasmine (12.88) – rétt stafsetning
9. Jasmin (13.12)
10. Jasmyn (13.23)


Kannski átti “röng” stafsetning að gefa barni sérstöðu en líkast til ekki.

Ég ætla að koma með nokkur nafnadæmi hérna fyrir neðan.

Sex “hvítustu” stúlknanöfnin:

1. Molly
2. Amy
3. Claire
4. Emily
5. Katie
6. Madeline

Sex “svörtustu” stúlknanöfnin:

1. Imani
2. Ebony
3. Shanice
4. Aaliyah
5. Precius
6. Nia


Sex “hvítustu” drengjanöfnin:

1. Jake
2. Connor
3. Tanner
4. Wyatt
5. Cody
6. Dustin


Sex “svörtustu” drengjanöfnin:

1. DeShawn
2. DeAndre
3. Marquis
4. Darnell
5. Terrel
6. Malik


Sex algengustu “hvítu” stúlknanöfnin hjá fjölskyldum með meðaltekjur:

1. Sarah
2. Emily
3. Jessica
4. Lauren
5. Ashley
6. Amanda


Sex algengustu “hvítu” stúlknanöfnin hjá fjölskyldum með lágar meðaltekjur:

1. Ashley
2. Jessica
3. Amanda
4. Samantha
5. Brittany
6. Sarah


En sum nöfnin eru á báðum listum, er vit í því? Nú, þessir listar eru afrakstur umfangsmikilla gagna svo fyrst Sarah er algengasta meðaltekjunafnið en 6. algengasta lágtekjunafnið þá er klárlega líkindi til þess að halda að nafnið Sarah segir okkur að foreldrarnir séu meðaltekjufólk.

Segir menntun eitthvað til um nafnaval?

Algengustu nöfn hvítra stúlkna sem eiga vel menntaða foreldra:

1. Katherine
2. Emma
3. Alexandra
4. Julia
5. Rachel


Algengustu nöfn hvítra stúlkna sem eiga lítið menntaða foreldra:

1. Kayla
2. Amber
3. Heather
4. Brittany
5. Brianna


Algengustu nöfn hvítra drengja sem eiga hámenntaða foreldra:

1. Benjamin
2. Samuel
3. Alexander
4. John
5. William


Algengustu nöfn hvítra drengja sem eiga lítið menntaða foreldra:

1. Cody
2. Travis
3. Brandon
4. Justin
5. Tyler


Skoðum málin frekar. Hér fyrir neðan eru 20 nöfn hvítra stúlkna sem gefa best til kynna að foreldrarnir hafi litla menntun:

1. Angel
2. Heaven
3. Misty
4. Destiny
5. Brenda
6. Tabatha
7. Bobbie
8. Brandy
9. Destinee
10. Cindy
11. Jazmine
12. Shyanne
13. Britany
14. Mercedes
15. Tiffanie
16. Ashly
17. Tonya
18. Crystal
19. Brandie
20. Brandi


Nöfnin minna sum hver á atvinnunöfn klámmyndaleikkvenna en fullyrðum ekkert um það, ekki að ég sé vel að mér um efnið.

Svo skoðum við strákana. Hér fyrir neðan eru 20 nöfn hvítra drengja sem gefa best til kynna að foreldrarnir hafi litla menntun, það er mikið um styttingar – hálfnöfn:

1. Ricky (eins og Ríkarður Örn – greindur og vel gefinn drengur)
2. Joey (eins og Jói Ben – greindur og vel gefinn drengur)
3. Jessie
4. Jimmy
5. Billy
6. Bobby
7. Johnny
8. Larry
9. Edgar
10. Steve
11. Tommy
12. Tony
13. Micheal
14. Ronnie
15. Randy
16. Jerry
17. Tylor
18. Terry
19. Danny
20. Harley


Svo koma hér fyrir neðan 20 algengustu nöfn hvítra stúlkna sem gefa til kynna vel menntaða foreldra:

1. Lucienne
2. Marie-Claire
3. Glynnis
4. Adair
5. Meira
6. Beatrix
7. Clementine
8. Philippa
9. Aviva
10. Flannery
11. Rotem
12. Oona
13. Atara
14. Linden
15. Waverly
16. Zofia
17. Pascale
18. Elenora
19. Elika
20. Neeka

Sum nöfnin eru nú ekki kunnugleg, en skólaganga foreldra barna sem nöfnin bera eru á milli 15.77 ára til 16.60 ára.

Hér fyrir neðan eru 20 algengustu nöfnin meðal hvítra drengja sem gefa best til kynna að foreldrarnir séu vel menntaðir – merkilegt að nöfnin segja nokkuð um uppruna foreldra:


1. Dov
2. Akiva
3. Sander
4. Yannick
5. Sacha
6. Guillaume
7. Elon
8. Ansel
9. Yonah
10. Tor
11. Finnegan
12. MacGregor
13. Florian
14. Zev
15. Beckett
16. Kia
17. Ashkon
18. Harper
19. Sumner
20. Calder


Foreldrar hafa ýmsar ástæður fyrir nafngjöfum sínum. Foreldrar vilja e.t.v. að barnið fái hefðbundið eða bóhemísk nafn, eitthvað einstakt eða jafnvel trendí nafn. Held það sé samt í bakkafullan lækinn borið að segja ákvörðun foreldra byggist á því að þeir vilji gefa barni sínu gáfulegt eða hátekjulegt nafn.

Það er spurning hvort hægt sé að fá viðlíka samsvörun nafn á Íslandi. Ég hugsa að það sé nokkuð erfiðara þar sem hefðir ráða nokkuð miklu um nafnagjafir.

Í bókinni kemur fram að uppeldistarf foreldra skiptir miklu máli, en meira máli skiptir jafningjahópurinn. Þ.a. þegar að því kemur að velja búsetustað, hugsið ykkur tvisvar um hvaða hverfi og grunnskólar eru heppilegastir fyrir grislingana ykkar.

|




4.5.06

Krakkið, fóstureyðingar og spekingar

Verslaði bókina Freakonomics – A Rouge Economics Explores the Hidden Side of Everything á amazon.co.uk um daginn. Jónsi tannsi benti mér á lesninguna. Ég hélt fyrst að BNA væri snúið á hvolf í stórum dráttum en það var í smáum. Annar höfunda bókarinnar, Steven Levitt, er hagfræðingur sem hlaut verðlaun Amerísku hagfræðisamtanna sem veitt eru hagfræðingi undir fertugu fyrir vel unnin störf. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár.

Jæja, ég hóf lestur. Levitt kannar samband orsaka og afleiðinga. Upp úr 1990 spáðu helstu glæpasérfræðingar BNA að glæpir myndu rísa upp í áður óþekktar hæðir. Þeir höfðu aukist mikið á níunda áratugnum. Mikil aukning átti sér stað á eiturlyfjasölu með tilkomu krakksins. Kókaín var áður dóp þeirra ríku, en með matarsóta og steikarpönnu varð krakkið til. Verðið hríðféll og dópið barst inn í slömmin, afkima vonleysisins. Áður höfðu gengismeðlimir horfið á braut þegar þeir þurftu að sjá fyrir sjálfum sér og fjölskyldum sínum. Með tilkomu krakksins varð ábatasamt að stundu eiturlyfjasölu í stað þess að vinna heiðarlega vinnu eða lifa á ránum og öðru sem tilheyrir smáglæpamennsku.

Glæpir og fóstureyðingar
Spárnar voru óhugnarlegar og löggæsla var aukin. En í stað þess að aukast þá minnkuðu glæpir. Hvað var málið?
Árið 1962 hófst mál í Texas sem þekkt er undir heitinu Roe vs. Wade, þið kannist e.t.v við það úr þáttum á borð við Boson Legal og Law & Order. Ungri blökkukonu var sinjað um fóstureyðingu og hún fór í mál við ríkið. Wade var saksóknarinn. Roe vann málið fyrir hæstarétti árið 1965 en þá hafði hún fætt barnið. Þetta varð til þess að fóstureyðingalöggjöfin var rýmkuð til muna. Glæpir minnkuðu upp úr 1990 vegna þess að glæpamennirnir sem áttu að fremja glæpina fæddust aldrei, þökk sé Roe vs. Wade. Þessu komst Levitt að með því að rýna í gögn og tölfræði. Fyrir 1965 áttu ungar óléttar konur, fátækar og sumar í eitri, engan kost. Líf barna þeirra yrði þyrnum stráð í fátækt og valkostir ólukkubarna fáir aðrir en e.t.v. að gerast glæpamenn með slæmum afleiðingum fyrir þá og samfélagið. Glæpatíðni í ríkjum þar sem fóstureyðingalöggjöfin var rýmkuð fyrr byrjuðu fyrr að falla en í ríkjum sem útvíkkuðu löggjöfina eftir 1965. Minnkun á glæpum varð minni í þeim ríkjum sem höfðu haft rúma fóstureyðingalöggjöf allnokkru fyrir 1965 varð minni.

Árið 1966 komst Ceausesku til valda í Rúmeníu. Hann bannaði fóstureyðingar í landi sem haft hafði eina rúmustu löggjöfina til fóstureyðinga. Árið 1967 fæddust tvöfalt fleiri börn en árið 1966. Börn sem fæddust eftir 1966 gekk verr í skóla og voru líklegri að dansa röngu megin við línuna og feta refilstigu glæpamennsku en þau börn sem fæddust fyrir 1966.

Krakkið
Afhverju búa krakkdílerar hjá mæðrum sínum?
Halda mætti að eiturlyfjasala væri ábatasöm. Levitt komst að því að krakksölumenn höfðu 3,75$ á tímann að meðaltali. Það er undir lágmarkstaxta í BNA sem er 4,0$. Levitt skoðaði krakksölu ásamt indverska stærðfræðingnum Venkatesh sem viðaði að sér gögnum um málið með því að halda til með krakkgengi um nokkurt skeið. Þeir kynntust í Síkagóháskólanum. Venkatesh var undir náð gengisforingjans. Gengisforinginn var með meistaragráðu í viðskiptafræðum en hann sá ekki framtíð í því að vinna sem sölustjóri í raftækjaverslun. Venkatesh sá að krakkgengin voru byggð upp líkt og stórfyrirtæki á borð við McDonalds. Á botninum voru starfsmennirnir á gólfinu sem dreymdi um að komast upp í hæstu hæðir og voru fáanlegir til vinna á lúsarlaunum í þeirri von um að komast hærra upp í valdakerfinu. Krakkgengin tóku meira að segja við þóknunum frá ungmennum sem þráðu það heitast að verða gengismeðlimir einn daginn. Gengisforinginn þénaði ekki minna en 100.000$ á ári og síðar átti þessi upphæð eftir að hækka verulega þegar hann komst í 20 manna hóp æðstu valdaklíkunnar. Um 100 gengisforingjar á borð við viðskiptafræðinginn voru í Síkagó, þeirra markmið var að komast í 20 mann foringjaráðið sem var toppurinn á ísjakanum. Lífslíkur götusölumanns yfir ákveðið tímabil á götuhorninu voru ¼, á móti 1/200 hjá timbursögurum, sem metið er hættulegasta starfið í BNA. Þannig að framtíðin var í rauninni ekki glæst hjá krakkdíler með 3,75$ tímann búandi hjá móður sinni. Greinilegt að glæpir borga sig ekki og það eru engar líkur til þess að þú verðir forstjóri McDonalds ef þú steikir borgaranna þeirra þótt dæmi séu um annað.

Ræði síðar um ástæðuna fyrir því að kennarar svindla í BNA og líkindin með fasteignasölum og Ku Klux Klan. Freakonomics snýr ýmsu á hvolf. Bush, CIA og fleiri aðilar hafa sóst eftir þjónustu Levitt. Hann virðist breyta því sem áður var talin “common knowledge” í eitthvað annað.

|




3.5.06

Draumar....

Vaknaði rétt fyrir átta þegar æsilegur draumur stóð sem hæst. Hestakvíslarinn var á landinu um daginn. Hann notar mannleg samskipti (hestur – maður) og líkamstjáningu við að ná árangri. Eitthvað hef ég greinilega verið að gruggast með hestakvíslarann í undirmeðvitundinni því mig dreymdi að ég væri aðstoðarmaður ljónatemjara sem notaði þessar sömu aðferðir. Mér þótti þetta bara vera nokkuð eðlilegt. Ég var að klappa ljóninu og svona. Allt gengur vel. Svo æsist ljónið snögglega og glennir upp ginið, ræðst að mér og ég vakna þegar tennur þess stefna í átt að síðunni.

Jónas Kristjánsson ritstjóri eru duglegur að gagnrýna athafnir og stefnur ríkja heimsins auk þess að bauna á landann. Nú stígur á sviðið hver spekingurinn á fætur öðrum og ræðir um afleiðingar veikingu krónunnar, verðtryggingu, háa vexti, lífeyrissjóðsmál, evruna og arfleið Davíðs í stjórnmálum. Ég les og hef svo sem skoðanir á sumum af þessum málum.

Það eru nokkur orð og nöfn sem hafa skotist upp í huga minn undanfarið...

Spellbound: Heimildarmynd um krakka í BNA sem æfa sig fyrir landskeppni í stafsetningu. Ég sagði systur eitt sinn þegar við spjölluðum á Skype að spyrja mig hvert væri uppáhalds sjónvarpsefnið mitt. Hún spurði og ég svaraði Ken Park og Spellbound, pottþétt. Ég hefði unun af þessu efni, horfi minnst einu sinni í viku á það... en þetta var sagt í þeim tón sem ekki er hægt að lýsa á neti nema með hljóðdæmi. Leikstjóri Ken Park er sá sami og gerði myndina Kids. Hef horft á Kids einu sinni og það er nóg fyrir mig.

Ari Teitsson: Ég hef eitthvað fetish fyrir íslenskum bændum. Skemmti mér við að horfa á Ara Teitsson fv. Formann bændasamtakanna þegar landbúnaður er annars vega. Kári Þorgrímsson í Garði er síst verri. Hann gerði garðinn frægan þegar hann stundaði heimaslátrun og gagnrýndi afurðastöðvarnar fyrir að taka of mikið til sín. Það er einhver tengin frá þeim við Guðbjart Jónsson í Sumarhúsum. Granntálgaðir og ákafir á sinn hátt með sjálfstraustið í lagi og virðast lifa í eigin heimi. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa stundað glímu á yngri árum og sjálfshól er eitur í þeirra beinum. Er það ekki með þá sem eru sjálfs síns herrar - lifa í sínum áskapaða heimi.

Galloway nautakjöt: Út í Hrísey er starfrækt ræktunar- og kynbótastöð. Síðast þegar ég vissi voru ræktuð þar Galloway blendingar (1/2 Galloway - 1/2 íslensk belja. Verið að skoða hvort ekki sé hægt að fá grip sem fæst betri nýting af en íslensku beljunni. Íslenska beljan er þó þeim eiginleikum gædd að hægt er að mjólka hana og éta, eins er með sauðkindina – hægt að rýja og éta. Síðast þegar ég var í Hrísey var þar einnig veitingastaður sem seldi Galloway steikur. Held að fiskverkun sé horfin þaðan og allt á leið til helvítis.

Kynbætur á mönnum: Þetta er nú bara eitthvað sem ég hef hugsað um. Er eflaust stundað, við gerum þetta ósjálfrátt og sjálfrátt sjálf.

Góðar stundir...

|