25.6.04

Vinnuskólagleði

Starfa sem leiðbeinandi í Vinnuskólanum nú um stundir. Þar er heiftarleg gleði og allir reita arfa nánast með bros á vör - ég er greinilega heppinn með hóp, bjóst við að annar hver aðili væri ofvirkur og með athyglisbrest. En hlutverk leiðbeinandans er einmitt það sama og þjálfarans - fá það besta út úr leikmönnum sínum. Það er hægt með ýmsum ráðum. Ákveðni og sanngirni er lausnarorðið. Hægt er að fleygja fram ýmsum frösum, sanngirni - ákveðni, traust - eftirlit, jing - jang. En það er ekki bara reittur arfi, stundum er farið í kaffi og af og til er matur. Í matnum skiptast á spjall, fótbolti, samlokur og pulsur - held ég hefði átt að spjalla við sjoppueigandan við Ægisborg áður en ég sendi alla til hans, þ.e. ég vil fá mitt, hvort sem er daglegt kaffi, pulsa eða ís. Þetta er víst hefð hjá rútubílstjórum og fararstjórum þegar stoppað er í vegasjoppum.

Vinnuslys. Ég lenti í vinnuslysi - datt af hjóli, aukagjörð með dekki var illa fest á böglaberan, ég flaug öskrandi af hjólinu og slædaði með hné, mjöðm og öxl á malmikinu. Smáræði. Hjóladagur í kulda - og fólkið semí-hresst.

Mæli með því að unga fólkið fari í Kringluna og skoði myndasýninguna milli þess sem það kaupir sér Converse skó.

Í gær, þegar við biðum eftir því að klukkan slægi 15.30 bauð ég upp á spurningatímann "Spyrjið mig um lífið og tilveruna". Ég var spurður afhverju bensínverðið væri hátt. Ég hefði mátt gefa lengra svar. En olíubirgðir heimsins fara minnkandi, en mestar eru birgðirnar í Saudi-Arabíu. Þar er ástandið viðkvæmt og sturlaðir bókstafstrúarmenn hald um taumana, reyndar ein fjölskylda. Þar er einn bróðirinn sem ræður mestu, en hann á 65 hálfbræður - kvennabúr í familíunni og svona. Reyndar mega konur ekki keyra og karlar og konur borða í aðskildum sölum á veitingahúsum - ekki má horfa á aðrar konur en eiginkonur. Ef einstaklingar mótmæla eru hoggnar af þeim hendurnar eða þeir hýddir. Haugur var tekinn af lífi á síðasta ári en enginn Vesturlandabúi, bara vinnuafl frá þriðjaheimslöndum, sem heldur ríkinu uppi með því að vinna skítverkin sem heimamenn nenna ekki að vinna. Synir segja mæðrum til og málstaður Bin Ladens hefur góðan hljómgrunn. En þegar grynnka fer á olíunni er stutt í kreppu og þeir sem ráða yfir olíu hafa völdin í höndum sér. Spurning hvort einhverjir ásælist þá olíuna og þá valdabarátta - stríð og eitthvað í þessum dúr - breytt heimsmynd... En úr olíu eru unnar fjölliður sem fötin okkar eru búin til, sama hvort um er að ræða Nike, Topshop eða trefjaplast. Reyndar eru menn farnir að prófa sig áfram með framleiðslu á fjölliðum úr öðru en olíu. Fjölliður eru poly-efni, þ.e. nylon o.fl. efni. Minnir að fræðslufulltrúi hjóladagsins hafi minnst á vetni sem framtíðarorkugjafann, en einn hængur er á því. Óhagkvæmt er að framleiða vetni í notendaumbúðum. Flestir sem hafa eitthvað til málanna að leggja eru sammála um þetta. Brennsluvélar munu renna sitt skeið. Nú er vetni í bílum framleitt með efnarafölum. En til þess að búa til vetni þarf orku, t.d. olíu, jarðgas eða kol. Vonandi að við getum nýtt sólaljósið í framtíðinni. Jafnvel búið til belti - sporbaug utan um jörðina þar sem sólaspeglar safna orku. Svo er það ferksvatnið, hvernig getum við fengið meira ferksvatn - það vantar alla ferksvatn nema okkur Íslendinga - okkar helsta auðlind er ferksvatnið - langmest ferksvatn per íbúa á jörðinni.

Leikur í sjónvarpi. Mikil spenna milli þjóða. Einfaldur leikur og úr andliti áhorfenda má lesa barnslega einlægni um eitthvað sem skiptir ekki máli þannig séð en skiptir samt máli. Við verðum að sameinst um eitthvað sem skiptir okkur máli. Verðum að eiga eikartré í tilverunni, stoðir og stoðir sumra eru skurðgoð á grasvelli og félagar þeirra. Stutt er milli hláturs og gráturs og góður leikur eins og áðan er eins og óreglulega uppbyggð bíómynd. Spilað er á allan tilfinningaskalann. Í þessum efnum hefur leikaravalið ekki allt að segja, því oft getur vel mönnuð mynd/leikur floppað og verið tóm leiðindi.

En valdabarátta kristallast víða. Í hópum ólíkra einstaklinga þar sem til að mynda þrætueplið er útvarpstæki geta þeir sem berjast um tónana og stuttbylgjutíðnina beitt ýmsum brögðum við að ná sínu fram. Strákar nota oft vanþróaðri tækni og beita valdi, þ.e. þeir höndla ekki tilfinningar sínar og viðhafa beina íhlutun og færa útvarpstækið og skipta um stuttbylgjutíðni. Stelpurnar eru slægari og væla í leiðbeinanda og vísa til fyrri notkunar strákanna og skipta um tíðni þegar enginn sér til. Hártoganir í flóknari viðfangefnum hafa sömu uppbyggingu, hóparnir finna sér taktík sem virkar best, sem byggir á því að nýta styrkleika á sínu sviði og veikleika andstæðingsins. En geta ekki allir verið vinir - nei greinilega ekki, þurfum kannski á fleiri útvarpstækjum að halda, en það kostar frekari rafhlöðukaup og unga fólkið hefur takmörkuð fjárráð og greinilegt að rafhlöðurnar eru flöskuháls, við verðum semsagt að komast í rafmagn og mæli ég þá með því að einhver mæti með langa framlengingarsnúru.

Mæli með Zero 7 remixi af N.E.R.D. laginu Provider.
Unga fólkið er allt sniðugt og sumir jafnvel garandi í tónlist og spilandi á hljóðfæri sem er vel. Vonbrigði hjá sumum, maður fær ekki alltaf það sem maður vill. Einn kemst inn í skóla en annar ekki - en velgengni er langhlaup og ef vilji og vinnusemi er fyrir hendi þá fær maður það sem maður vill, eða kemst nærri því. Ekki sitja með hendur í skauti og horfa bara á PoppTíví og 70 mínútur.

Þegar maður er yngri þá er heimurinn einfaldur. Þegar maður eldist þá flækist allt. Til koma ýmsir hlutir og athafnir sem áður voru óþarfar, þannig að kannski er bara ágætt að hafa um ekkert annað að hugsa en arfa, sandhrúgur og hrífusköft.

Biðst velvirðingar á stafsetningarvillum, les ekki pistlana yfir...

|




9.6.04

Raunir hljómsveitar

Set hérna inn gamla smásögu, held hún sé sjö ára. Endirinn eitthvað snubbóttur, mætti laga hana, ekkert meistarstykki, en við hverju má búast - er enginn meistari í þessu.


Harmleikur á Úranusi

Ljósskíma morgundagsins skín í gegnum kjallarglugga. Sköllóttur karlmaður rís úr rekkju. Dagurinn er opinn.
Fyrsti leikur Ebba var að slökkva á útvarpsvekjaranum. Ebbi var einlægur aðdáandi Bob Dylan, fór á tónleikana með honum 1990 í Höllinni. Hann var hálffertugur og í krísu eins og svo margt fólk á svipuðum aldri, því finnst það ekki hafa áorkað nógu miklu þegar það lítur til baka, árunum sóað í braustrit sem skilur lítið eftir sig. Ebba fannst hann þurfa að sanna sig fyrir sjálfum sér og öðrum áður hann steig yfir næsa aldurþröskuld.

„1, 2, 1, 2 – ha sándar vel, mixerinn er slæmur, þokkalegt, gott sánd“. Keli hafði alltaf sagt að hann væri tarnarmaður – „þess vegna ég rótari“.
Keli drakk kaffið sitt svart og sykurlaust og hann vissi hvað hann vildi. GSM síminn var samgróinn mjöðminni á honum. Hann var sammála Bubba, sumarið var tíminn; hafði oft rótað hjá honum. Keli stóð á þrítugu og vann sem alltmuligmann hjá Stúdíó Lind á daginn og rótaði á kvöldin. Aðalástæðan fyrir því að Keli rótaði voru fylleríin með böndunum og stelpurnar sem fylgdu og það að vera hluti af einhverju. Keli var á því að bóknám væri ekki hans deild. Hann fann ekki nógu góðan verknámsskóla svo skóli lífsins varð fyrir valinu eins og hann sagði.

Milli átta og tólf á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum komst bara eitt að hjá henni, hljósveitaræfing hjá tríóinu Canvas. Hún var frökk og frekar villt. Hún var Una.
Una kynntist Kela þegar hún vann í félagsheimilinu á Höfn. Hann var að róta og hún var til í tuskið. Eins og Una sagði: „Keli var svo ýkt svalur og ég var svo full, en ég meina, vá. Þetta var eitthvað. Það kom ekkert annað til greina en Reykjavík þegar ég var búinn með Gaggó Höfn. Þa’r ýkt ömulett a hanga heima og slæja fisk. Skóli í Reygjavíg, þa’r málið. É var a labba Lögavejinn þear é hitti Kela attur. Hann saðist vanta söngkonu“.
Þannig var í pottinn búið. Keli var fyrrverandi mágur Ebba. Keli kunni á tölvur og mixera og Ebbi átti ýmislegt efni sem hann hafði hnoðað saman í gegnum tíðina. Keli sagði Unu að tónlistin væri tilraunakennd, blanda af Gus Gus og Björk, ýkt kúl. Una sló til og dúó varð tríó.

Nálgun Ebba og Kela við Canvas var ólík. Ebbi var búinn að brenna margar brýr að baki sér og fannst þetta vera stóri séns til að sýna fólki að það dæmdi hann rangt. Það voru ekki margir í poppbransanum með sömu áhrifavalda og hann, kónar eins og Bob Dylan og breska senan og íslenska landslagið. Eins og Ebbi sagði: „Sumir halda að þetta sé flipp en þetta verður költ.“

Keli sá fyrir sér tækifæri til að hafa pólskipti á starfshögum sínum. Hann var búinn að fá nóg af því hvernig hljómsveitargæjarnir hirtu allt gósið og bestu grúppírunar og leifarnar. Stefnan var sett úr bakvarðasveitinni í fremstu víglínu. Hann sá velgengni í tónlistarbransanum sem samkvæmislykil að gjálífinu. Fleiri partí og flottari píur. Það var grunnt á því hjá honum.

Una varð karókímeistari Hafnar aðeins fjórtán ára gömul og hún trúði á sjálfa sig. Þarna sá hún sér leik á borði, þarna var mögulegur frami á ferðinni, stökkpallur. En Una ofmat Kela og Ebba eins og títt er um þá ungu og óhörðnuðu. Sveitin og bærinn ala af sér ólíkar tegundir. Hver veit hvað er rétt og rangt þegar hanner 18.
Canvas var hrærigrautur af fortíð, nútíð og framtíð. Ebbi var týnd sál sem horfði til baka, Keli lifði í núinu og Una var stjarna morgundagsins.

Íslenski tónlistarbransinn er miskunarlaus. Mótherjar og útgáfufyrirtæki svífast og einskis og klekkja á fólki til að fá sínu framgengt. Þetta snýst víst allt um krónutölur og seldar plötur. Maðurinn með breiða brosið sem heilsar þér með hægri hönd geymir kannski rýting í þeirri vinstri, bíður færis og mundar, stingur og snýr ef svo ber undir. Allir reyna að bjarga sínu skinni og hugsa aðeins um sjálfa sig. Ef þú ert heppinn þá sleppurðu óskaddaður frá þessum hráskinnaleik. Stundum er mannlegt eðlist skítlegt eðli.

Fyrir „low profile“ band eins og Canvas sem var að byrja í bransanum var nauðsynlegt að vera hjá góðu útgáfu fyrir tæki ef afurðin átti að seljast.

Keli ræddi við Manga hjá útgáfufyrirtækinu Hampi ehf., eiganda vinnuveitans, Stúdíó Lindar. Hampur hafði aðallega reggítónlistarmenn á sínum snærum. Mangi stóð í þeirri trú að hann gæti flutt ísreggí til Hollands. Eins og hann sagði: „É meina, Holland er ótrúlega spennandi markaður. É er með virkilega fær stráka sem eru til í að kynna sitt efni sjálfir á pöbbum og börum í Amsterdam. Þetta er skothellt.“

Einhverra hluta vegna tók Mangi Canvas upp á arma sína og taldi sig geta haft bandið að féþúfu. Hann taldi Canvas á að skrifa undir samning og hélt því fram að taka ætti feril bandsins í nokkrum skrefum. Jólamarkaðurinn íslenski lægi fyrir bandinu, taka þyrfti eitt skref í einu. Þar á eftir kæmi Amsterdam og næst augljóslega Hamborg. Evrópa ætti að liggja fyrir Canvas. Þjóðverjarnir væru lykillinn að frekari landvinningum, betra að fara upp kanntinn á meginlandinu frekar en að fara upp miðjuna í Bretlandi.

Mangi taldi Unu vera upprennandi stjörnu, óslípaðan demant. Hann gaf henni undir fótinn með augngotum sem hún brosti við auk þess að ota að henni hlýlegum ráðum bransatrölls, sem hann áleit sig vera.
Ebbi hafði efasemdir varðandi ýmislegt í samstarfinu en lét til leiðast. Hann var jú hugmyndafræðingur tríósins.

Eftir stúdíóvinnu var komin togstreita í bandið. Jólin nálguðust óðum og hlutirnir gengu ekki alveg eftir bókinni. Fyrsta giggið á dúndurbúlluni Úranusi nálgaðist. Gagnrýnendur, vinir, ættingjar og þeir sem unnumiða á giggið í símagetraun voru mættir. Una tók sér stöðu á sviðinu og kynnti plötuna, Licru: „É vil þakka öllum fyrir allt sem þeir gerðu, Manga útgáfustjóra og öllum fyrir að vera bara til. Þetta er búið að vera ótrúlett. Kaubið plöduna og jöst hef fönn in ðe sönn.“
Ebbi og Keli biðu ískaldir átekta og bassataktur greip frammí fyrir Unu og hún byrjaði að dilla sér eins og það væri sjálfsagt mál að upphafslagið byrjaði áður en hún gæti lokið þakkarræðunni af. Eftir nokkur lög fór að þynnast í salnum. Gagnrýnendur létu sig hverfa. Staðurinn var svo til tómur þegar giggið var hálfnað og magnarinn brann yfir og þær fáu hræður sem eftur voru görguðu að Canvas. Ebbi var undrandi og í upplausnarástandi þegar hann sá fyrir sér mulið mannorð sitt í hakkavélum gagnrýnenda þegar prentvélar blaðanna myndu prenta háðuglega gagnrýni á Canvas á pappír. Keli sá gjálífisdraumana sturtast niður um klósettið á samt saurugum hugsunum sínum sem hann hélt að biðu framkvæmda innan seilingar. Una var á byrjunarreit á ný. Hún taldi sig hafa verið svikna, hvers konar mönnum var hún að vinna með – þeir gátu ekki samið tónlist sem fólki líkaði við. Hún var í sárum og vildi bót meina sinna.
Baksviðs hitti hún benti á hana og hló. Una brást ókvæða við og gaf honum kinnhest og sagði „o, fökking skítseiðið þitt, hva ertu búinn a gera mér, é var fronturinn o allt klúðraðist, og það er þér að kenna – þú hlærð bara“.

Una var ráðvillt sveitastúlka í stórborginni með brostna drauma. Mangi brást illa við og öskraði að Unu og reif í hár hennar og dró hana inn á karlasalernið og gargaði til hennar: „Vanþakkláta tík, sveitadurgur, þú getur drullað á þitt eigið bak. En ég skal kenna þér mannasiði og hver er stórlax og hver er hólkur og hver er hola, ha, ha, ha“. Í þessum görguðu orðum dró hann niður brækurnar á Unu og hugðist hefja þar óumbeðna ástarleiki. Unu var snögg til og gaf honum öflugt spark í miðfótinn svo Mangi féll flatur og þrútinn og vítisóp ómuðu úr hálsi hans. Una kom sér í örvæntingu sinni út af snyrtingunni en rakst á Kela sem hugðist losa úr skinnsokk sínum. Þau lágu bæði flöt eftir samstuðið. Keli leit á Unu brókarlausa og lagði saman tvo við plús tvo og fékk út þrjá. Hann hélt það væri eitthvað á milli þeirra en nú hefði Una svikið sig og lagst með Manga á klóinu. Keli sá rautt og gaf Unu spark í kviðinn svo hún engdist til. Keli ruddist inn á klósettið þar sem Mangi var að hysja upp um sig buxurnar með erfiðismunum. Keli tók sig til og hrinti Manga á handþurrkublásarann, reif svo í höfuð hans og slengdi því í klósettskál og drekkti honum svo í henni. Dagar Manga voru taldir og senn dagar Kela sem frjáls manns. Í brjálæði sínu fannst honum hann verða að fullkomna þrennuna með einhverju. Hraplega misheppnað gigg, manndráp og nauðgun!!! Keli hljóp fram og sá Unu og greip í hana þar sem hún lá í magnleysi sínu. Una hrópaði og reyndi að rífa sig lausa og slá til Kela þar sem hann lá ofan á henni með brækurnar á hælunum og hendurnar á hálsi hennar og vin sinn beinstífan. Þegar þetta er að gerast kemur Ebbi aðsvífandi, sér hvað er að gerast og sem maður á barmi taugaáfalls rífur hann í óðagoti upp magnarabox og slengir í höfuð Kela sem hálsbrotnar og deyr samstundis. Úps. Þarna sparaði Ebbi íslenska ríkinu stórar fjárhæðir sem hefðu farið í súginn með réttarhöldu og fangelsisvist á Kela. Hvers virði eru láglaunmenn?
Fyrirsagnir í blöðunum næstu daga voru á þessa leið: „Harmleikur á Úranusi“, „poppbransinn of harður“.

Una hætti í skóla og fór aftur heim og byrjaði að vinna í frystihúsinu þar sem hún ætlaði að ná áttum og sækja styrk. Ebbi var tæpur og fór yfirum og endaði á Kleppi þar sem költ hetja, Gunnar Jökull 2 eða Brian Wilson okkar Íslendinga. En kaldhæðni örlaganna er a þrátt fyrir háðuglega útreið Licru í flölmiðlum þá náði hún því markmiði sem Canvas hafði stefnt að, hún varð metsöluplata. Fólk var forvitið, var tónlistin virði þessa harmleiks.
Það sem þessi sorglega saga kennir okkur er að þegar ólíkir straumar og stefnur mætast og mynda hrærigraut, þá getur soðið upp úr. Þú setur ekki blað stein og skæri saman. Blaðið pakkar steininum saman, skærin klippa blaðið og steinninn gerir skærin bitlaus.
Ég vona að þú lesandi góður hafir séð á þessari frásögn minni að þrátt fyrir að eitthvað líti vel út á blaði, þá gengur það kannski ekki upp í raunveruleikanum.
Vandi valið!

Skrifað árið 1997. Árni Georgsson.

|




8.6.04

Óvinur árangurs

Fólk vill ná árangri í hverju því sem það tekur sér fyrir hendur. Í byrjun hvers verk er stefnan sett og boginn strengdur hátt. Hvað svo verður fer svo allt eftir því hvernig spilað er úr spilinum, sitthvað er gæfa og gjörvugleiki. Sjónvarpið hefur sendi út tvær heimildarmyndir með nokkru millibili. Sú fyrri var heimildarmyndin Hlemmur og sú seinni fjallaði um Guðmund og Byrgið. Persónur og leikendur eru einstaklingar sem ekki hafa náð að spila nægjanlega vel úr spilunum, sumir hverjir hafa náð að snúa þeim sér í hag en aðrir hafa jafnvel tapað slagnum. Áfengisdraugurinn er víða og Bakkus á vinfengi víðar en við gerum okkur eflaust grein fyrir. Lykilatriði í þessum efnum er að temja sér góða siði, en sumir höndla það ekki og er þá eflaust best að segja skilið við Bakkus. Þau dæmi sem við þekkjum einna best eru á sviði íþrótta - margar stjörnur hafa orðið Bakkusi að bráð og endað sem ógreinilegt ofanvarp þess sem var. Línudansinn við Bakkus ferst fólki misvel, því þegar gagn er orðið ógagn er áfengi orðið óvinur árangurs.

|




7.6.04

Ármannsdagur

Fyrir áhugasama þá er þeim bent á að mæta á Ármannsdaginn sem haldinn er í höllinni 12. júní nk. Þar munu allar deildir félagsins vera með bás og sé ég um básinn fyrir frjálsíþróttadeildina. Þar verður gleðin ómæld og geta gestir fengið að reyna sig á hinum ýmsu þrautum og áhöldum.

|




2.6.04

Af fúski

Hef síðastliðna daga unnið sem byggingarverkamaður, nota bene, ekki smiður, því það er ég ekki. B.v. gerir það sem þarfnast lítillar færni, hann fúaver timbur, staflar því, setur einangrar með steinull, neglir nagla og gerir það sem honum er sagt. Ég er þannig b.v., enda hef ég aldrei unnið við fagið. Reyndar gerði ég hitt og þetta þegar ég vann í Áburðarverksmiðjunni, allskonar skítverk. En ég er bara sáttur því vinnufélagi minn er Rikkinn og við tölum sleitulaust lungann af tímanum, erum á sömu bylgjulengdinni. Verkefni eru næg, hvort sem er á Vesturlandi eða Suðurlandi og jafnvel á höfuðborgarsvæðinu. Síðastliðna daga hef ég verið upp í Borgarfirði en á morgunn verð ég á Hnakkastöðum – Selfossi, gósenlandi Imprezunar. Eflaust nóg af smiðum, pípurum og alvörumönnum þar. Það er nefnilega þessu sem kómíkin liggur – ha, á ég að gera þetta, ekkert mál, já færa þetta, ókei – prílandi í örmjóum stigum og uppi á þaki. Ég vinn og vinn og vinn, nefnið það bara, 13, 14, 15 eða 20 tímar, þetta er vinnudagurinn og mér finnst það heví. Ég átti þetta bara eftir. Ég komst ekki á sjóinn þegar ég reyndi og lenti hjá ÍTR og ræktaði mjúka manninn í mér, svona metróeiginleika. Reyndar rakst ég á grein í Skýi, þar sem metróinn er tekinn fyrir, en meira af því á eftir. Ef ég á að heita fullþroskaður karlmaður þá verð ég að hafa unnið í byggingarvinnu. “Done that”, gengið slóðan, lagt þetta að baki – eitthvað sem vert er að gera, enda ágætt að fá innsýn inn í húsagerðarlistina. Þangað til ég byrja í vinnunni þá stefni ég að því að hala inn sem flestum tímum, fúska aðeins. Er með úrvals stjóra – verktaka. Og áður en langt um líður verð ég samræðurhæfur um allskyns einangranir, veggi, steypumót og járnabindingar. Semsagt skrokkurinn notaður enda til í flest.

Gluggaði í Skýið og sá þar grein um metróinn. Nýr ritstjóri kominn, Kaldalinn hættur. Anna Kristine viðtalskona og X - Geir Ólafs. Jæja, fletti blaðinu og gluggaði í grein. Ekki beisin, hélt að efnið yrði tekið föstum tökum, einhverja greiningar, svona eins og í Mogganum. En það var ekki raunin, held ég hafi sjálfur malað eitthvað um þessa pésa á málefnalegri hátt.

Á meðan á Borgarfjarðardvöl minni hefur staðið hef ég dvalið á Mótel Venus og matast þar, heyrði því fleygt að mótelið væri mekka framhjáhaldsins, hef ekki tekið eftir því, fólkið fer leynt. En mótelið er sjoppa eins og Borgarnes, panelpleis. Svo eru það sturturnar, temporarí sturtur - hélt hún myndi hrynja, hvað þá þegar 2 m maðurinn fór í hana - við fórum ekki saman. Fyrirtak að vera þarna. Rikki hefur ímugust á orlyfiski og nefndi hann orly-ið fisk í dulagervi kjúklings, eins konar falskur kjúklingur – en ég er mikill orlymaður. Banki hringdi í mig í síðustu viku og vildi vita hvort ég væri tilkippilegur, ég sagðist vera til viðræðu um flest og bíð ég nú átekta, en þar sem ég er símalaus þá er ég einnig fréttalaus – en það lagast á morgunn. En hvað er þetta með heilsíðu með G. Ólafs í DV eða Fréttablaðinu? Sól á morgunn.

En ef maður vill vera sniðugur þá er best að hafa byggingarvinnuna sem íhlaupavinnu, þá er alltaf fjör og maður fær ekki leið á henni – enda stendur það til.

|