19.11.08

Meira en ár liðið

Já, það er meira en ár liðið frá því ég slengdi nokkrum orðum í púkk, sem svo fáir hafa lesið, í leit vafri sínu um netið. Nokkur orð, svona eins og sandkorn á strönd, svo mikið af þeim, þau falla í fjöldan - svo mikið af þessum orðum, þessum sandkornum.

Það getur verið gott að standa upp úr stólnum, hvíla, halda annað; fá fjarlægð og annað sjónarhorn á þá atburði - það háttarlag sem stundað er. Ég valdi að skrifa ekki á vefinn, var orðinn þurrausinn, hafði verið tómur brunnur um nokkurt skeið.

En rétt eins og verður með þessar virkjanir á Hellisheiðinni, þegar þær eru tómar, þá eru þær einskis nýtar. En þær fyllast aftur, það tekur tíma, en tíminn líður og það kemur að því að þær fyllast aftur, þessar holur sem sjá okkur fyrir ylnum sem við ornum okkur við, jafnt í baði eða við ofninn.

Tímarnir breytast og... tímarnir eru að breytast... tvær endingar úr sitthvorri áttinni. Bob Dylan hefur alltaf verið duglegur að umbreyta sér, við fáum aldrei það sem við viljum - hnakkurinn breytir um lögun í hvert skipti sem áð er og stigið af baki... ekki hægt að ríða á þessum hnakki, óþægilegur... þannig eru Bob Dylan. Ég settist á hestinn Bob, sté af honum, settist á ný og sté af honum og hef ekki riðið síðan - á Bob. En þeir sem breytast eins og við viljum að þeir breytist, breytast e.t.v. ekki með tímanum, þeir eru fyrirsjáanlegir. Vilji okkar er yfirleitt fyrirsjáanlegur og innan þægindasvæðisins.

En nóg um það. Nóg um hjal og mal og blaður. Máske hafa nokkrar villur slæðst með - gerir þetta bara ferskara. Tíminn er eins og vatnið, og vatnið er blautt og kalt eins og vitund mín sjálfs... er þetta rétt.

Aha... eru vandamál, eru þau e.t.v. ekki. Skynjarðu þau bara rétt eins og línurnar fyrir ofan. Þú skynjar þau kannski bara eins og vindinn. Hann er þarna, bifar þér ekki, hann er þarna og þú finnur fyrir honum. Ef hann blæs hart í andlit þér þá rennur úr augunum, stormurinn markar þig, en bara tímabundið.

|