21.6.03

Forréttindi

Forréttindi geta verið eftirsóknarverð. Forréttindi geta verið fólgin í því að vera í klíkunni og fá boðskort á eitthvað sem merkilegt er. Einnig geta verið forréttindi að sinna hobbíi sem örvar hugann og veitir fróun. Þegar ég fór að huga að atvinnumálum í sumar var ég örlítið klofinn. Ég sagði við sjálfan mig að ég hefði gott af því að kma mér inn einhversstaðar og mynda sambönd sem ég gæti unnið frekar að. En svo var ekki, þess í stað vinn ég við að ganga á fjöll, sofa í tjaldi eða skála, synda í sjónum, vera hress með smáfólki, hjóla, eiga samskipti við magnaða starfsfélaga, síga niður í hella, sprella og margt fleira - auk þess sem oft er glensast eftir þörfum. Svo er ég einnig að reyna sinna öðrum málum sem gefa vonandi ríkulega uppskeru síðar. En forréttindi eru að vinna og stunda eitthva? sem veitir fólki fyllingu. Því sé sem ekki f?r fyllingu af ?v? sem hann gerir er s??ur s?ttur ?? sj?lfan sig. Vi? viljum ekki aumt l?f heldur glensi-l?f. Ekki meira a? segja ? bili um ekki neitt.

|




20.6.03

Útivist og heilbrigði

Heilbrigt líferni er eitthvað sem gott er að temja sér. Ef maður vill hafa búk í góðu standi og komast hjá veikindum og halda geðheilsunni í góðu standi er gott að stunda útivist eða annað slíkt sem leiðir af sér hreysti og vellíðunar. Grikkirnir til forna sögðu heilbrigð sál í hraustum líkama, var það ekki - er þetta kannski seinni tíma orðspeki. Lykilatriði í flestu sem maður tekur sér fyrir hendur er jafnvægi. Þýðir ekki að vera of eða van, samt betra að vera of.

Innivera og sjónvarpsgláp er ekki hollt og gott getur verið að lágmarka glápið og finna sér hollt áhugamál, ég mæli sérstaklega með útivist og siglingum. Siglingar eru magnaðar og þar kemst maður í tæri við sjóinn og náttúruna. Það eru ófáar beyglur sem hafa ofurtrú á kremum og allskonar snyrtingu í andliti og á útlimum til þess að viðhalda fegurð og hreysti. Robert Redford var eitt sinn spurður að því hvernig stæði á því að hann væri hrukkulaus og hann sagði svarið vera andlit í klakabaði. En nú eru aðrir tíma og hrukkurnar eru komnar í andlit hans. En það eru engar töfralausnir og kaup á pappírspésum eins og Cosmopolitan og Marie Claire eru ekki lausnarorðið. Reyndar er lausnarorðið ókeypis ef út í það er farið. Það besta sem þú getur gert er að svitna almennilega af og til. Til að svitna er hægt að gera ýmislegt eins og að stunda rúmfræði, fara út með hundinn að hlaupa, sigla Laser eða einfaldlega æfa frjálsar íþróttir. Sumum nægir að einfaldlega að hlaupa úti þrisvar í viku, fara í sund, gera nokkrar armbeygjur og upphífingingar og teygja svo vel á eftir. Sauna og böð er ágætis ábætir. Það eru engar patentlausnir - aðeins ástundum og viðhald. Rétt eins og maður verður að viðhalda góðu siðferði til þess að vera góður maður þá verður maður að stunda reglulega hreyfingu til þess að halda skrokknum í góðu ásigkomulagi. Róm var ekki byggð á einum degi og sama á við um líkaman og heilann. Skorpur eru ekki rétt vinnubrögð. Velgengni í þessu sem öðru eru langhlaup. Það er ekki nóg að eiga North Face flíspeysu og Scarpa gönguskó, ég mæli frekar með ljótum fötum og góðri ástundun heldur en glingri og rólegheitum. En smá pjatt skaðar engann. Umfram allt látið ekki glepjast af falslausnum.

|




18.6.03

Fegurðin

Maður vill einfalda alla skapaða hluti til að gera þá auðskyljanlega. Til þess að öðlast skilning getur yfirlega yfir viðfangsefninu verið nauðsynleg annars sér maður allt í móðu og hlutirnir eru sem hárflóki í huga manns. Ef hlutirnir eru einfaldir í huga manns er það vegna þess að maður hefur yfirsýn á viðfangsefninu. Éghef spjallað um keppni í fegurð bæði andlits og líkama. Ég hef farið nokkuð geist í orðræðunni og reynt að fara ofan í kjölinn til að öðlast skilning og mynda mér hlutlæga skoðun. Ég hef gagnrýnt fegurðarsamkeppnir. En hef ég á réttu að standa. Ég fór að íhuga tengingu svona keppna við menningu og sögu. Í goðafræðinni eru sögur um fegurðina, bæði náttúrunnar og mannanna. Evrópa fékk gulleplið að mig minnir og olli afbrýði annarra kvenna. Er ekki málið að fegurðarsamkeppnir hafa í einhverri mynd farið fram svo lengi sem ritaðar heimildir segja til um og eflaust áður en ritað mál kom til sögunnar. Er ekki gott að hampa fegurð. Er fegurð ekki gæfa. Við viljum hafa fegurð í umhverfinu sama af hvaða toga hún er. Einnig geta keppnir af ýmsu tagi verið afþreying eins og hvað annað, svo ég ætla ekki að agnúast frekar út í þær, heldur samþykkja þær sem slíkar.


Gengisfelling karlmennskunar

Í föstudagskálfi Moggans, Daglegu lífi, var grein um daginn um breytt viðhorf einhverra til hátternis karlmanna í snyrtimálum. Þar stigu á stokk ungir drengir úr Borgarholtsskóla sem sögðu það sjálfsagt mál að fara í handsnyrtingu, plokkun og andlitssnyrtingu. Einn þeir kvað ástæðuna líklegast vera þá að kappar á borð við Beckham hefðu breytt viðmiðunum. Nýjar forsendur karlmanna sem vilja líta sómasamlega út. Í greininni var einnig sagt frá því að hin staðlaða ímynd karlmannsins hefði ekki selt nægilega vel svo karltískublöð og fataframleiðendur hafi farið að hampa snyrtipinnum og skrifa greinar um karlmenn sem litu á það sem sjálfsagt mál að eyða tíma og aur í athafnir sem stúlkur hafa stundað. Orðræðan og framsetning karlmannsins hefur semsagt breyst í karlatískublöðum til að þjóna fánaberum tískunnar og markaðsöflunum. Karlkellingar fá meira rými í karlatískublöðum og framleiðendur fatnaðar fá meira fyrir sinn snúð og auglýsa einnig meira fyrir vikið í títtnefndum blöðum. En kemur þetta ekki við kauninn á hinum íslenska karlmanni. Ég hef velt þess nokkuð fyrir mér þar sem ég hef gluggað nokkrum sinnum í þessi hommablöð. Maður er alinn upp við ákveðin gildi, maður les Íslendinasögurnar og hampar mönnum eins og Skarphéðni Njálssyni og Agli Skallagrímssyni. Maður les um hetjur og dyggðir sem hafa fylgt okkur og eru hluti af sögunni. En nú vilja markaðsöflin umpóla okkur körlunum og smeygja nýjum gildum inn í undirmeðvitund okkar. Það er greinilega erfitt að vera karlmaður í dag.


Tækni og vísindi eru höfundar framtíðarinnar. Félagslegt umhverfi og vísindi haldast í hendur um að skrifa söguna. Efnaiðnaðurinn sér okkur fyrir nýjungum í fataefnum framfarir í rafmagnsverkfræði sjá okkur fyrir betri fjarskiptum sem smækka heiminn og fjarlægðirnar okkar á milli. Hafið augun hjá ykkur....


Ég vil enn og aftur biðjast velvirðingar á stafsetningarvillum. Ég yfirfer yfirleitt ekki það sem ég skrifa og fleygi því beint á vefinn. Það er staðreynd að stafsetningu minni hefur hrakað síðan ég lauk framhaldsskóla og ástæðan líkast til sú að sá texti sem maður skrifar og skilar af sér gerir ekki kröfur um kórrétta stafsetningu heldur er gerð krafa um að staðreyndir séu réttar og rétt sé reiknað.

|




17.6.03

Leitin og sjálfið

Ég spjallaði um daginn um sjálfið, það er reyndar þó nokkuð síðan. Ég ætaði að bæta einhverju við en man ekki alveg hvað það var. Hvaða gildi ætli það hafi fyrir einstaklinga að hafa annað sjálf. Einhvern dulbúning sem hægt er að stökkva í svona endrum og sinnum til að gleyma sér og losna við hlutverk sitt í samfélaginu. Annað sjálf einstkalinga er margbreytilegt, allt eftir skilgreiningu og forsendum sem fólk gefur sér. Þekkt er að rithöfundar og tónlistarmenn skrifi verk sín undir öðru nafni en þeir ganga undir. Dæmi um það er Anonymus - Jóhannes úr Kötlum, Jack Magnet - Jakob Frímann, Ziggy Stardust - David Bowie o.fl.
Skýrasta dæmið um annað sjálf eru rapparar. Þegar einstaklingur beitir fyrir sig sínu öðru sjálfi og tjá sig án þess að lesendur, hlustendur eða áheyrendur hafi vitneskju um hver sé bakvið Baldur eða Konna þá sleppur einstaklingurinn undan því að vera dæmdur á þeim forsendum hver hann er og hverju hann hefur áorkað. Annað sjálf er laust við fortíð. Annað sjálfið stekkur fullskapað út úr höfði Seifs eins og Aþena. Enn eitt dæmið um þetta er þessi síða. Tilbúnir menn taka annan pól í hæðina, þeir tjá sig á annan hátt - geta verið grimmari og hvassari. Fólk inniheldur mrög sjálf, sjálfið er tilbúin persóna sem á rætur að rekja í heilabúi einstklingsins og er ein hlið af mörgum ef við lítum á fólk sem demant - það fer eftir því hvaðan ljósið kemur í hvaða ljósi þú sérð hann. Það er einstklingurinn sem stillir ljósið á demantinn þegar annað sjálfið er annars vegar.

|