1.11.07

Hvernig tókst svo til...

Jæja, einbeiting skein af mér þegar ég tók mér á hendur 300 prófið. Maður verður alltaf að hafa markmið í öllum sínum æfingum, annars gerir maður þær með hangandi hendi/hönd. Ég var einn eftir í salnum svo ég gat öskrað og látið önnur hljóð úr munni mér fara.

1. Upphífingar (breitt grip) – 25x. Var ekki alveg að ná þessu – 9x
2. Deadlift 60 kg – 50x. Ekkert mál fyrir Árna stál.
3. Armbeygjur – 50x. Rúllaði þessu beygjum upp.
4. Hopp á 60 cm bekk – 50x. Þessi æfing er kid-stöff.
5. Magi (legið á gólfi og haldið stöng = 60 kg, fætur beinir hífðir frá gólfi að vinstra/hægra lóði, svo niður aftur) 50x. Þessi tók hvað lengstan tíma, kláraði þá. Erfiðari magaæfingar til.
6. Ketilbjöllulyfta 16 kg (með einum handlegg, clean & jerk) – 50x. Notaði lóð og kláraði.
7. Upphífingar – 25x. Orkan eitthvað búin, náði 5x.

Þetta gerði ég án þess að hafa tekið þrekhringi í nokkurn tíma. Þetta segir okkur að nóg af búkum geta rúllað þessu sæmilega í gegn. Var 21:30 mín að þessu. Notaði m.a. tímann í að stilla upp lóðum og svona. Nú er bara að æfa upphífingarnar.

|