27.10.04

Djöflarnir innra með okkur

Öll höfum við einhverja djöfla að draga. Við segjum fáum frá þeim, eyðum ekki tíma annarra í að velta okkur upp úr eigin hugarórum og því sem angrar okkur. En við deilum öll sameginlegum gildum og þörfum. Við framkvæmum sömu athafnirnar og höfum í grunninn sömu þarfnirnar. En hvernig tökumst við á við okkar djöfla. Sópum við þeim undir mottu, leiðum við þá hjá okkur eða tökumst við á við þá, sættum við okkur við þá. Ég æfi, vinn, skrifa stundum á heimasíðu, læri of lítið og eyði tíma í einskis nýtar athafnir sem lágmarka tíma í annað sem meira máli skiptir. Getur þessi lýsing átt við Meðal-Jón. Við leitum lausna og hámörkun árangurs. En oft er þessi leit stefnulaus og án markmiða. Rót vandans að bæta heiminn er fólgin í því að byrja á miðju hans, sjálfum okkur. Ef ég vil byrja nýtt líf, byrja á nýjum hlut, marka skil í lífinu, fara á næsta reit, þá verð ég að loka dyrunum sem ég stend við áður en ég opna þær næstu, annars dreg ég allt það sem er að baki dyrunum sem ég stend við inn fyrir þær næstu - dreg djöfla með mér eða það sem liggur í fortíðinni. Dæmi, ég verð að klára nám áður en ég hefst handa við næsta verkefni. En hvernig getum við áttað okkur á þessu. Við lesum blöðin, bækur, förum í bíó, stundum kynlíf, borðum, sofum, vinnum, æfum, hittum fólk, skemmtum okkur og svo fram eftir götunum. Ljúgum við að okkur sjálfum á einhvern hátt? Viljum ekki viðurkenna fyrir okkur kenndir eða þrár sem blunda í okkur? Erum við bundin í báða ská af einhverjum gildum sem við göngumst undir/við? Pílagrímsför okkar er leitin að sjálfum okkur, það er ekki áfangastaðurinn sem skiptir mestu máli, heldur leiðin á hann. Áfangastaður B breytir okkur ekki, heldur leiðin frá A til B. Áfangastaðurinn getur verið breytt viðmót, hugarfar og útlit. Hvað veldur breytingu er, námskeið, bók, nám, hreyfing og samskipti. Huglægt ferðalag sem hlutlægt sem leiðir af sér breytt gildismat, rétt eða rangt, til góðs eða ills.

Svörin er að finna víða. Námskeiðshaldarar og bókaútgefendur auglýsa svörin allaveganna. En ég vil deila með ykkur plaggi sem þjálfarinn minn rétti mér einu sinni og voru leiðarvísir afreksmanna sem fóru frá A til B. Þótt ég sé ekki afreksmaður þá er þetta ágætis leiðarvísir fyrir mig sem og aðra og eflaust margir svona leiðarvísar til. Og kjarninn er sá að gera hlutina skref fyrir skref, skammtíma og langtímamarkmið.


Uppskrift af árangri


Í hvert skipti sem íþróttamaður gengur til keppni gerir han það með því hugarfari að vinna. Það er augljóst að það er tvennt sem hann þarf að hafa íhuga. Í fyrsta lagi, hann verður að vera viss um að þjálfun líkamans sé góð. Í öðru lagi, hann verður að þjálfa hugann þannig að líkami og hugur vinni sem ein heild. Hann verður að tala sjálfan sig til. Þetta er gert á eftirfarandi hátt.

1. Settu sjálfum þér visst mark sem hægt er að ná. Settu langtímamörk eða/og ákveðin mörk á vissu tímabili og farðu oft fram úr þeim.

2. Notaðu jákvætt hugmyndaflug og teldu sjálfum þér trú um að þú sért nægilega góður til þess að ná takmarkinu. Mundu að þu ert þú sjálfur og þitt innra afl sem býr í þér er þitt sterkasta vopn.

3. Vertu metnaðargjarn og ákveðinn, forðastu allt neikvætt, jafnvel að umgangast neikvætt fólk sem hefur neikvæð áhrif á þig, þú þarfnast þeirra ekki.

4. Þróaðu með þér sjálfsaga og samviskusemiin verður að vera fyrir hendi.

5. Þú verður að vera áhugasamur og ástundunarsamur. Drífðu þig áfram af eldmóð ef þú ætlar að ná takmarki þínu. Allt sem þú þarft að gera er að byrja að starfa eins og þú hafir þegar náð því.

6. Íþróttamaður dagsins í dag gerir hlutina í dag en geymir þá ekki til morguns.

7. Vertu viljugur að reyna nýjungar, þegar fólk hugsar og gerir alltaf sama hlutinn veldur það stöðnun. Fjölbreitni í æfingum verður að vera allt árið, annað gæti valdið stöðnun.

|




19.10.04

Að hafa hund í sér

Já, stundum finnst mér ég hafa ljón eða hund í mér. Ljónið hagar sér þannig að það nennir nánast engu, sefur 16 tíma á dag og ég veit ekki hvað (sef nú ekki 16 tíma samt) en hundurinn er þannig að það verður að viðra hann 1 sinni á dag annars verður hann óþreyjufullur. Ég var orðinn hreint hæper í gær af hreyfingarleysi svo ég tók mig upp eftir starfsmannafund og viðrarði hundinn í mér. En eigendur stórra hunda hafa þá kvöð að þurfa viðra þá einu sinni á dag - fara með þá upp að Rauðavatni og leyfa þeim að hlaupa. Svo getur hundur einnig haft aðra merkingu, heitur hundur sbr. hot dog og svo önnur pulsa og svona...

|




12.10.04

Nýsköpun - trendsetterar

Trendsetterarnir. Það verða víst alltaf einhverjir að vísa veginn svo við sauðsvartur almúginn getum fylgt einhverju meðalhófi í sniðugheitum. En nýsköpun í trendsetti er ekki öllum gefin og líkast til er það svo að eitt af hverjum 100 skotum eða þúsund eða fleiri verða að einhverjum trendum. Sá sem skítur yfir markið er situr oftar en ekki eftir með sárt ennið og í súpunni með eitthvað sem átti að vera trendí en verður aumkunarvert eða jafnvel klysjukennt. Ég segi klysjukennt því flestar hugmyndir sem verða að trendum er einhvers konar afbökun, útúrsnúningur, ný útfærsla á einhverju þekktu - viðteknu. Ýmsir spekúlantar eða frekar heimaspekingar, stofuspekingar eru nýsköpunarsmiðir. Nýtrendin verða til þegar eitthvað viðtekið er hæpað upp í lókalhóp og verður sniðugt. Svo breiðist fagnaðarerindið smátt og smátt út og verður loksins trend. Rétt eins og Kristindómurinn eða hvað það sem hefur orðið trend. Trendin fara mishátt, allt frá því að sigla lygnan sjó við yfirborðið allt upp í að verða heimstrend, sbr. heimstrú/-speki; Jesú, Búdda o.fl. Hvað höfum við svo augum litið. Nærtækasta dæmið sem við þekkjum er einhvers konar slangur sem verður þjált í munni. Oft er það svo að í byrjun finnst okkur þetta hálf hallærislegt en svo förum við bara sjálf að notast við þetta í daglegu máli. Þetta er dæmi um lifandi tungumál. Man eftir þegar "ýkt" kom til sögunnar, en það nýjasta sem ég heyrði síðastliðinn vetur og unglingar tóku upp hjá sér, er frasinn "kreisí", sbr. enska orðið crazy. Ég veit ekki hvaðan þetta er tekið, líklegast einhver sjónvarpsálfur í sápu sem leggur þetta orð í munn sér ótt og títt. "Kreisí" er sem sagt í sókn og fyrr en varir verður þetta orðið tökuorð sem mun lifa í einhvern tíma. Orðið þýðir eitthvað alveg ótrúlegt, dæmi: Ertu alveg "kreisí" - ekki full alvara að viðkomandi sé óður, heldur er hér á ferðinni góðlátlegt grín og örlítið spé á kostnað viðkomandi sem segir eitthvað sem er alveg út úr kú eða þá frekar þeim sem slettir ekki alveg að skapi eða kemur þeim hinum sama á óvart eða við kauninn á honum.




Hér eru hnébuxur, kannski ekki alveg eins og tískulöggan klæðist, en góðar í ferðalagið.


Tískutrendsetterarnir eru sýnilegri, ganga kannski í skotapilsum eða hnébuxum en ekki treysta sér allir að fara í þeirra brækur en eins og fyrr segir þá líður ekki á löngu fyrr en unglingar upp til hópa eru farnir að ganga í hnébrókum. Ef hnébrókarklæddur einstklingur er inntur eftir skýringum á háttarlagi eru svarað í afsökunartón að t.d. hnébrókin sé svo þægileg eða viðkomandi sé svo djöfull heitfengur að hann geti ekki með nokkru móti klæðst síðbrók, svalur gustur um kálfa sé lífsgæði, rétt eins og hreint loft og íslenskt lambakjöt. Hver man þá ekki eftir Arnari Gauta, GK manni. Einhver hefur nú fussað og sveiað yfir háttarlagi hans og hnébrókum - erfitt að vera spámaður í sínu föðurlandi. En hver stendur þá eftir sem sigurvegari? En sjaldnast njóta þeir velgengninar sem ruddu brautina, heldur hljóta þau örlög að vera traðkað í svaðið eftir brautargönguna svo hinir, þeir ófrumlegu geti arkað brautina sem þeir ekki ruddu. Mannorðið kannski á kistubotni og engin(n) man afhverju. Já, það er misjafnt hlutskipti mannanna og ætli ég hafi ekki bara fetað meðalhófið og bíði eftir því að tími "kreisí" komi svo ég geti ælt því út úr mér eins og allir hinir.

|




8.10.04

Hvað hugsar fólk !

Já, óboðnar hugsanir fljóta í gegnum hugann í stríðum straumi, daginn inn og daginn út. Þær segja að einhverju leiti hver við erum, við ráðum ekki við þær og þær opinbera fyrir sjálfum okkur okkar eigin heim. En svo er það okkar eigið taumhald sem ræður um hvort við opinberum hugsanirnar - hugsum við áður en við tölum eða ákveðum við að deila með umheiminum það sem fer um hugann. Búinn að horfa á hálfa American Splendor. Þar poppa upp ský fyrir ofan höfuð hins arga og erfiða en skemmtilega og við skyggnumst inn í huga hans.

Bílumferð einstaklings sem er of seinn á áfangastað:

Satan, þessi bílumferð er of mikil. Þessi ljós vinna gegn mér - keyri aðeins hraðar að næstu; oh slys þarna, limlestingar, nei, en hvað ef svo væri, slæmt að missa fót í slysi, þurfa skipta við Össur alla ævi, hægt að græða fót á menn síðar, tækninni fleygir fram, ég vil fá góðan fót, hlaupa enn hraðar. Hvað þá með genameðferðir, fá fleiri hvítar en rauðar vöðvafrumur eða öfugt.



Vá, hvað er að sjá í næsta bíl, eitthvað girnilegt, oh, barnabílstóll og það tveir. Hún er líka of gömul, hún er húsmóðir, virðist samt ung, byrjað snemma, er maðurinn hennar sjómaður, kannski bílalán. Búin að klára próf, er það hægt með tvö kríli svona ung. Sori er ég, sori, hún horfir á mig, þulan í imbanum gerir það líka... ...hvað er málið með þessar tvær sem einokuðu Innlit/útlit í fyrra. Þær hljóta að vera á lausu og vilja athygli eða þá bara að fara að selja, eða góðar vinkonur Völu, gera þær kannski eitthvað meira með Völu.



Vala, hvað er hún að spá, hún fílar þetta, hefur ekki unnið sem arkitekt - lærði hún ekkert í skólanum, rétt og rangt, finnst allt fínt, lítið framboð af fallegum eignum sem vilja sýna sig í sjónvarpi, allir alltaf að selja og fá ókeypis iðnaðarmenn, selja sálu sína.

Fauti þarna, góður bíll þarna, á lánum, mér sýnist það á ökumanni, er hann gæfulegur, ah - sólgleraugu, hnakki... ...vá, ég er seinn, satan - mig langar í eitthvað bragðgott, hvað ætli Nitszhe hafi borðað í morgunmat, sama og ég, morgunverður meistara... ...hver bíður, ef ugginn er argur yfir seinagangi - kjötsax, hegg af honum fótinn við hné eða aðra höndina, slæmt að vera múslimi þá, borða og skeina sér með sömu hendi. Þessar útvarpsstöðvar - hlýtur að vera láglaunastarf - enginn með sómatilfinningu vinnur utan Rásar 1 og 2 og fréttastofu Bylgjunnar og á Útvarpi Sögu. Mannorðsmissir fyrir einhvern sem hefur það fyrir sið að æla út úr sér ósóma, óspeki og vanþekkingu á hnakkastöð. En það þarf að fylla í allar stöður á Íslandi, landið lítið, lítið mannaval sumastaðar, gott ef fólk er ánægt og hlýtur fróun í starfi, sælir eru einfaldir. Einfaldir vilja haldreipi - nei, alhæfing, Gunnar í Krossinum er í þessu húsi þarna, gaman að fara á samkomu hjá honum örugglega, ætli rithöfundar geri það, fara þeir kannski á AA fundi. Rithöfundur og rithöfundur ekki það sama. Þarf rýting til að stinga í mælaborðið og telja upp á tíu. Ok, mættur á staðinn, stressandi ferð, anda inn, anda út - rólegur.

Greinilegt að umferðin er stressandi og rýfur fram neikvæðar hugsanir hjá þessum einstklingi í umferðinni.

Á skyndibitastað:
Hef ekki komið hingað áður, ef það er ekki áfylling á gosi þá fer ég annað. Vonandi er kjúklingaborgarinn bringa, vonbrigði að fá hringlaga mjölborgara. Mikil starfsmannavelta á svona stöðum, spurning, KFC og 67 helst vel á fólki, hvað er málið, góð partí, önnur hlunnindi. Mest ungir skólagemlingar. Þýðir ekki að borða daginn út og daginn inn á svona stöðum, hátt kólestóról, þetta samt góður magasaðningur, er þriðja kryddið með í för? Gjöf í afmæli, skrifa niður á eftir, satans verkefnið á morgun, á ég kópíu, æfing eftir 6 tíma, verð að lesa þesar gæðastjórnunarbækur sem ég keypti á netinu - bý til tímaplan fyrir mánuðinn á eftir, minni óreiða meira skipulag, meiri árangur, hringja í bankann, taka stöðuna.

Þetta gerist eflaust á 20 sekúndum þessar hugsanir - tengdar hversdagslegum athöfnum einstklings í tímaþröng, ekki djúpar hugsanir.

Veit ekki, kannski náði ég ekki að fanga þetta nógu vel þarna fyrir ofan. Tók strætó hluta af þar síðasta vetri, það var ágætt, ég var alslakur þegar ég komst á leiðarenda, las blað eða bók og fylgdist með fólkinu. Fólk verður að finna leiðir til að lágmarka neikvæðar hugsanir, prófa að hreyfa sig, fara í jóga eða stunda innvherfa íghugun. Prófa svona pistil seinna.

|




4.10.04

Raunir manns

Það er ekki heiglum hent að vera maður. Vaninn hefur kosti og galla, en er þó eftirsóknarverður þegar kemur að daglegum þörfum eins og svefni, þ.e. svefntími, matmálstímar og annað slíkt. Ef þessar þarfir fara úr skorðunum þá gefst minni tími til að hugsa um það sem máli skiptir og meiri tími í að það að fárast yfir óreglunnni. Ég reyni að gera mitt besta hvað þetta varðar.

Blabla...

|




1.10.04

Af tískunöfnum

Veit ekki alveg hvaða tískunöfn eru í gangi núna. Fyrir tíu árum var nafnið Alexandra og Alexander vinsæl. Foreldrar þurfa að fara varlega í sakirnar þegar velja skal nöfn. Sum nöfn er þyngra að bera en önnur. Ég er hrifinn af þjóðlegum nöfnum og fornum, einnig finnast mér nöfn úr norrænni goðafræði vera kraftmikil. Þegar foreldrar velja nöfn og velja nöfn sem eru ekki alveg í alfaraleið þá verða þau að vera viss um að í heiminn hafi verið fæddur einstkalingur sem geti með góðu móti borið nafnið. Johnny Cash söng um drenginn Sue sem gefið var nafnið til að herða hann, því pabbinn vissi að hans nyti ekki við í uppeldinu. Einnig gæti verið um hættuspil að ræða, drengur skýrður Seifur gæti fylgst mikilmennskubrjálæði og brókarsótt með því að kynna sér guðinn Seif til hlýtar. En hér fyrir neðan eru nokkrar tillögur.

Stóll Hróflsson, Ökli Baldursson, Hryssa Jónsdóttir, Hannes Seifur Egilsson, Garður Guðmundsson, Krús Ágústsdóttir, Gluggi Hvannberg, Neptúnus Úranus Sigurðsson, Júpíter Kjærnested. Fegurðardrottning gæti skýrt dóttir sína Kleópötru og barnmörg kona gæti skýrt tíunda og yngsta barn sitt Afródítu - mikil frjósemi. Smiður gæti skýrt barnið sitt Hefaistos - smiður grísku goðanna, o.s.frv.

En spaugstofumenn voru nokkuð að spila með nöfn hér áður fyrr og nafnið Númi notuðu þeir nokkuð. Ég hef ávalt verið hryfinn af nafninu Sörli.
Svo er það tilkoma ættarnafna. Sagan af því hvernig Waage nafnið er tilkomið er víst sú að ættfaðirinn hélt í nám til Þýskalands og þá var til lítils að heita Brandur Ólafsson eða hvað hann nú hét en þess í stað kenndi hann sig við Voga á Vatnsleysuströnd sem fékk þýsku útfærsluna Waage. En hver kannast ekki við Kjarnastaði - Kjærnested, Hjaltastaði - Hjaltested. En ég heiti víst bara Árni og er Georgsson. Árni dregið af erni - örn og Georg þýðir víst bóndi.

|