27.10.03

Kiss og Whitesnake

?g br? m?r ? l?ki Paul Stanley ? laugardaginn, fram f?ru Tvenndarleikar ?TR. Atri?i? t?kst vonum framar en keilan ekki, var? fyrir vonbrig?um a? sj? Magga ?rseli ekki ?ar sem ?g kom me? appels?nugulu salatsk?lina sem hann gleymdi ? f?r?nleikunum.

|




16.10.03

Lágmörkun reiðinnar

Stundum er það svo að reiðin sækir á mann. Ekki reiði vegna misskipingu tekna eða hversu heimurinn er miskunarlaus. Frekar reiði vegna hversdagslegra og fánýtra hluta. Oft er það maður sjálfur eða fólkið í kringum mann sem angrar mann og þá helst maður sjálfur. en maður situr nú uppi með sjálfan sig. Gott dæmi er það að sofa of lengi frameftir. Ég verð nánast óður út í sjálfan mig þegar það gerist og það getur litað daginn, maður er með þungbúið augnaráð og tekur gula vagninn í skólann með æfingatösku og þunga skólatösku. Það er eins og maður sé utangátta og ekki alveg í takt. Þægilegast er að hafa hutina í föstum skorðum, rútínan er ágæt því þá þarf maður ekki að hugsa of mikið og angra sjálfan sig á smáatriðum. Ef ég sef of lengi þá hleyp ég til að mynda ekki þegar ég vakna. Þegar ég hleyp þá er ég hress og dagurinn er bjartur.
Lágmörkun reiðinnar snýst meðal annars að hafa hlutina í föstum skorðum, vakna snemma, hlaupa á morgnanna, mæta á æfingar, skila dæmum á réttum tíma, vinna í félagsmiðstöðinni Þróttheimum o.s.frv.

Þegar allt er í sósu hjá manni þá hefur maður ekki mikið til málanna að leggja, frítíminn á kvöldin nýtist ekki nógu vel fyrir vikið og maður hefur ekki tíma til að grúska í áhugamálum til að getað svo fitjað upp á spennandi umhugsunarefnum við félaga sína.

En varðandi annað. Það er nauðsynlegt að þekkja a.m.k. einn mann í hverjum geira. Einn lögfræðing, einn rafvirkja, einn pípara, einn lækni o.s.frv.
Bíllinn minn er kominn á númer svo bjartari tíð og meira frelsi er í vændum, gott mál það.

|




3.10.03

Hugsjónamaðurinn

Hugsjónamaður útlegst sem hugsjónakarlmaður og hugsjónakona. Hetjan er fyrirmyndin okkar. Einstaklingur sem hefur þor og vilja til að framkvæma hluti sem öðrum hugkvæmist ekki að framkvæma. Líf sporgöngumannsins getur verið þægilegt. Sporgöngumaðurinn fetar í fótspor annarra, fer troðinn slóða og þarf ekki að hugsa hver ferð er heitið. Frumkvöðullinn, forvígismaðurinn, forgöngumaðurinn - hann gengur fyrstu skrefinn og veit ekki hvert ferð er heitið. Sumir ganga fram af brún og missa fótanna, sumir vaða villu í þoku og svo eru aðrir sem ramba á vin eða grænan dal. Sá sem markar slóð hefur í farteskinu vilja, þor og þekkingu. Að trúa á sjálfan sig og vera heilsteyptur í því sem maður tekur sér fyrir hendur er grundvallaratriði frumkvöðulsins. Einstaklingurinn verður að vera vel skóaður. Hann verður að berjast fyrir sínum málstað og halda fast við sitt þótt mótbárur eða stormur geysi.

Þetta er örlítill pistill eða inngangur að því sem ég ætlaði að ræða stuttlega. Ég vil nefna hugsjónamanninn Magnús Scheving. Magnað átak hjá honum núna í september og allt það sem er í gangi hjá honum núna. Stór sjónvarpsþáttur í Bandaríkjunum í burðarlimnum og frekari landvinningar í vændum. Magnús hefur haldið ótrauður áfram og trúað á málstað sinn, enda er hann góður. Magnús hefur boðað fagnaðarerindið heilbrigt líferni frá því hann kom fram á sjónarsviðið.

Mér var minnisstætt þegar ég las pistil frænda míns Gunnars Smára blaðamanns um fyrstu kynni hans af Magnúsi Scheving. Gunnar var í heimsókn hjá Hallgrími Helgasyni sem var að skrifa bók í rithúsi í Hveragerði. Upp á bankaði Magnús Scheving og vildi ræða við annan rithöfund, þar sem sjálfur ynni hann að ritverki - Latabæ. Gunnari fannst magnað að hlusta á manninn, hann hafði heildarsýn og lýsti öllu sem hann vildi sjá varðandi Latabæ og boðskapnum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og báðir höfundar hafa vaxið með verkum sínum.... ...annað dæmi er Þorgrímur Þráinsson...

Þetta sýnir mér að sígandi lukka er alveg ágæt.....

Hugsjónir skipta máli. Þetta var fyrirsögnin á grein stuðningsmanns Heimdalls. Já, hugsjónir skipta máli, en auðvitað þýðir ekki að sitja við vonlausan keip - vera blindur á sjálfan sig og heimfæra vonlausar kenningar á raunveruleikan. Maður verður að aðlaga flesta hluti sem koma af blaðinu. Búa til reynsluformúlur, þetta er eins og varmafræðin. Eðlisfræðingarnir settu hana á blað, verkfræðingarnir útfærðu hana með reynsluformúlum.

|