9.5.07

Er hann með litað hár?

Ég er eiginlega alveg á því að Honsi Mubarak Egyptalandsforseti sé með litað hár og jafnvel félagi hans þarna vinstra meginn. Hosni er líka nokkuð vel hærður og orðinn held ég rúmlega sjötugur. Reyndar var afi minn aldökkhærður fram yfir sextugt.

Ég gæfi mikið fyrir að lesa sjálfsævisögu hans sem héti Ekkert undanskilið.

Ég man að ég gerði það að leik mínum á tímabili og af nokkrum metnaði, þá tólf ára gamall, að leggja nöfn ráðamanna og undirsáta þeirra ríkja sem Mogginn fjallaði um á minnið. Mig langaði einfaldlega að komast í spurningalið Hólabrekkuskóla, en svo var ekkert spurningalið. Reyndar er svona lagað alger Klepparavinna ef út í það er farið. Algengt er að Aðal skipti um undirsáta eins og nærbuxur.

|