10.9.07

Ólag

Skil ekkert í þessu. Hermdarverk á síðunni og ég skipti um lykilorð. Vonandi slepp ég við hakkara en það kemur þá bara í ljós.

|




4.9.07

Matur

Ég hlakka alltaf svo ógurlega til matmála. Ég vil helst ekki þurfa að hætta að borða og finnst stundum alveg synd þegar ég geri það. Vil borða eftirrétt en ekki endilega forrétt. Forrétturinn stelur list frá aðalréttinum. Ef ég borða semí-mat þá fyllist ég oft eftirsjá. Ég borða aldrei standandi nema að mikið liggi við. Átta mig ekki á fólki sem borðar t.d. snúða á göngu. Svo átta ég mig ekki á sumum drengjunum í búningsklefanum í Sporthúsinu þar sem ég er einu sinni í viku í bolta. Sumir eru svo blekaðir, ekki af áfengi bara svona orðrétt blekaðir af bleki. Svona steitment, verið að merkja nýju vöðvana í stíl við bólurnar á bakinu. Línur yfir axlir, hausar á hálsi, klessur á handarbaki. En einstaklingarnir koma upp um sig með limaburði og hlutföllum. Hægt er að sjá það á viðkomandi hvort hann hafi lítið hreyft sig í æsku með því að fylgjast með göngulagi og limaburði og hlutföllum – litlir kálfar og svona. En nóg um þetta – hætti mér ekki út í frekari bollaleggingar. Ef krafa viðkomandi er meiri virðing og þess vegna ekki notuð orða eða háttarlag þá valið blek, því e.t.v. blekhafi málhaltur. Ætti frekar að skrá sig á Dale Carnegie námskeið eða hjá JC.

Annars var ég að spá í að fara uppeftir í Grímsnes í vikunni og hitta smiðina sem eru að gera bústað foreldraminna standhæfan. Koma með mynd af Magnúsi Ver og segja að hann sé pabbi minn. Hann vilji að bústaðurinn verði tilbúinn hið fyrsta. Annars er pabbi minn ekkert lamb að leika við og ótrúlega handsterkur. Margir gætu ekki trúað því hversu hraustur hann er. Ég hugsa þá hugsun ekki til enda ef innbrotsþjófar myndu lenda í mér og pabba.

|