24.5.05

Hipp-hopp Halli #1

Rangur maður eða réttur maður?

Halli átti einn íþróttagalla. Aurum hafði hann eytt í leðurjakka, öl á barnum og dvd myndir. Þegar hann mætti svo á tartanbrautina runnu á hann tvær grímur. Hipp-hopp Halli hafði gefið Fubu gallana sýna þegar hann snéri blaði við lífstílnum og pillunum sem höfðu fylgt honum á hipp-hopp skeiðinu. Á vellinum voru allir í þröngum marglitum fatnaði. Stæltir botnar skeiðuðu um völlinn eins og hestar á sýningu. Nú var sýning í A-flokki gæðinga og hann í old-school Adidas galla sem hann hafði orðið sér útum í geymslunni, leifar af pabba sem hafði áskotnast annað vaxtarlag í gegnum árin samfara jeppa og Lazy-boy stól. En einn hesturinn var samt í lörfum. Halli mannaði sig upp, gekk til hans og tók hann tala. Vinurinn, Stefán spurði hvað ætti að taka í dag. “Uhu,” Halli vissi ekki hvað hann ætlaði að taka svo hann sagði bara “sama og þú” – error...

Voru þetta mistök, hvað gat hann sagt. Stefán var sveitamaður í borginni og hafði haldið tryggð við glansgallana sína sem hann á sínum tíma tók með sér úr sveitinni þegar gamli bærinn var kvaddur. Ólíkt hinum hestunum sem lofsungu sokkabuxurnar og eiginleika þeirra sagði Stefán að andinn byggi ekki í efninu heldur í því sem hann dyldi, þ.e. búknum. Tveir einfara mættust.

3*10*100 m. Það átti að vinna í hraða í dag. Halli kláraði ekki fyrsta settið og sat uppi með bakverki og strengi útum allan skrokk næstu daga. Gamall íþróttakennari hafði platað hann á völlinn eftir að hafa séð góða takta hjá Halla í utandeildarleik. Halli hafði nefnilega réttu vöðvaþræðina. Hæfileikar eru ekki allt í frjálsum, hausinn er lykilatriði og æfingamagn skilar árangri og rétt mataræði. Hausinn kemur þér í gegnum báða þætti.


Sama kaffið, er það að gera sig?
Halli: Hæ,
Stelpa: Hæ,
Halli: Sigrún
Stelpa: Nei, Inga,
Halli: Var bara að grínast, Sigrún þyðir sigurvegari, þótti viðeigandi að kalla þig Sigrúna Inga
Stelpa: Hver ert þú
Halli: Maðurinn sem ætlar að feðra börnin þín – áttu kannski einhver fyrir
Stelpa: Nei, þú ert fullbjartsýnn,
Halli: Maður verður að setja markið hætt, maður nær lengra þannig sagði mér einhver, ég er betur þekktur sem Halli.
Stelpa: Nú, jæja viltu þá ekki tala við vinkonu þína hliðina á þér, sýnist vera útsala hjá henni.
Halli: Anna tjaldar því sem til er, hún er stolt af þessu, allir hafa eitthvað, bróðir hennar man afmælisdaga hún er í annarri deild.
Stelpa: Sýna minna, leifa einhverju fyrir ímynduraflið, ekkert bíó í gangi – ekki þörf á því
Halli: Þú ert í dansskóm, lag fyrir skóna núna
Stelpa: Sjáum til,
Halli: Þú gætir líka heitið Brynja, í brynjuklæðum, er þetta fiskroð
Stelpa: Þú hittir naglann á höfuðið
Halli. Fágætt, frændi minn býr til vesti úr fiskroði, steinbíti, Er þetta hann?
Stelpa: Nei, þetta er ég, á nokkrar flíkur, íslenskur heimiliðnaður. Að próna er ekki mín deild.
Halli: Þú ert kannski hafmey
Stelpa:Veit ekki hvort þú komist að því, langar þig...

1, 2 og bingó... sama kaffið og venjulega.

Venjulegt kvöld á K-barnum. Hipp-hopp Halli í gírnum á sinni hlaupabraut. Hlaupandi út í buskann en markið ekki alveg í augsýn, var markið hjá Ingu? Hann vissi það innst inni að þetta var slítandi. Erfitt andlega að vera alltaf að gefa af sér og fá kannski ekkert til baka. Eilífur leikur. Heilbrigð sál í hraustum líkama. Hann vildi byrja uppbyggingarstarfið á búknum, hitt kemur síðar, flóknara dæmi og bati óvís. Siðferðið: Markalínan hafði færst aðeins frá því að hann náði vínveitingaraldri og fölskum skilríkjum í sitt lið. Enn eitt nafnið, hann þyrfti að fá sér polaroid vél, kannski væri hægt að kaupa notaða mini-vél á e-bay. Eftir að lokað var á aðganginn að myndabanka Hagstofunnar urðu helgarsögurnar nokkuð þurrari. Vinahópurinn hélt skrár yfir svona hluti. Sjúkur félagsskapur hélt bólbókhald. Menn vissu ekki hverju átti að trúa, nú var bara google-að og myndabankinn á netinu ótraustur. Villi vinur sagðist vaða í píum, vart trúandi. Mini-vél málið. Speglasalur og myndavélar i svefnherberginu yrðu að bíða, frekar sjúkt. Sylvester Stallone á víst svona þótt E! segi ekki frá því.

Aftur á byrjunarreit
Flöskuháls árangurs er brennsins sagði Stefán Már á þriðjudagsæfingunni. Halli mætti ekki á mánudaginn, talandi um sunnudaginn. Æfði þetta lið virkilega svona mikið, alla daga vikunnar. Minnti á Aerobic-Sport liðið sem mætti edrú á Tunglið og hertók gólfið. Hvað er málið með að mæta þurrkaður á gólfið, sunnudagshugvekja og yatsie vekur meiri gleði. Tilvistarkreppan mest í byrjun vikunnar. Gjörðir helgarinnar misljósar eins og reikningurinn á barnum. Svo mjatlast vikan áfram og bannorð sunnudagsins og fyrirheit fokin út í veður og vind um nónbil á föstudegi. Var hann ekki í réttum félagsskap. Vinirnir voru traustir á pappírunum. Alltaf opnanir og frítt bús, lista þetta og fyrirtækisfagnaður hitt. Hringað fólk að fela sig í atlotum inni í skápum og undir borðum. Raunveruleikinn er oft ótrúlegri en skáldskapurinn. Pöpullinn hefur ekki þanþol fyrir raunveruleikanum, því í honum lifir geðveikin, ekki á pappír. Þar er geðveikin dauð. Siðferðispostular Eddu gæfu ekki út æviminningar Jósa hjá HP-verðbréfum eða Billa í BB-bílum. Það þarf að ritskoða allt. Skráargat raun-raunveruleikans eins og hann gerist sannastur hjá þeim sem lifa á brúninni er best geymt falið.
Stefán sagði prógram dagsins vera 4*300 m á 40 sek (85%), Halli tæki 3 spretti og elti eins hæfilega og hann gæti. Hvíld 3 mín milli spretta. Skokk og upphitun á undan, teygjur og niðurskokk á eftir. Þessi helvítis upphitun nú hæfilega æfing í rauninni. En Halli vissi að taka þurfti hlutina föstum tökum. Blóð, sviti og tár, ekkert fæst ókeypis, í raun 1. lögmál varmafræðinnar í hnotskurn.

“Fjör um helgina,” spurði Stebbi. “Já, bara þetta venjulega,” svaraði halli. “Ætlaði nú að vera rólegur. Þetta endaði bara í allsherjar glaum, skondið hvernig þetta æxlast, tappinn á flöskunni var greinilega ekki nógu vel festur. Held ég reyni aftur næstu helgi. Fannst búkurinn vera að taka við sér í síðustu viku.”
“Já, svona er þetta,” sagði Stebbi. “Ég kíkti norður um helgina, maður verður að rækta vini sýna vel, fjósið er minn heimavöllur... hehe... Nei, afmæli, var að minna á mig. Tók góða æfingu í sveitinni.”
“Þú ert alger Árni Sigfússon, nei meina Ken,” hló Halli út úr sér. “Gullfoss og Geysir á heimleiðinni kannski...”
“Það er mót eftir 3 vikur,” sagði Stebbi. “Viltu ekki sjá hvar þú stendur, þú kýlir á þetta. Hefur gott af þessu, það er nauðsynlegt að keppa.”
“Sjáum til,” umlaði Halli. Hvað gat hann annað sagt. Hver gæti trúað þessu.

...

|




23.5.05

Gangur lífsins...

Ég hef verið eitthvað slakur að uppfæra. Annir og slíkt sem fylgir sumarbyrjun. Það er haugur efni á leiðinni. Margir boltar á lofti. Skurðgoðin koma og svo er smá hugleiðing um umburðalindi. Við höfum öll okkar fordóma sem stundum blossa upp hjá okkur þegar síst varir. Hvað segir það um okkur. Er ekki ráð þá að doka við og fara í smá naflaskoðun. Erum við fórnarlömb samfélagsins og almennra gilda og viðmiða. Er þá ekki málið einmitt að breyta og bæta sjálfan sig.

|




3.5.05

Saga um skurðgoð

Já, lífið gengur sinn vanagang. Ég ætla að setja hérna inn sögu um skurðgoð og allt húmbúkkið sem kallar á okkur, það er erfitt að verjast því. Ég las vikuna í gær og þar var tímamótaviðtal við Regínu Ósk Júróvisjónfara. Regína á leið í sína þriðju Júróvisjón og 16 kg léttari. Það var erfitt fyrir hana að losna við kílóin eftir barnsburðinn. Hún er afkastasöm og söng allar bakraddir í Ædolinu. Vikan fjallar um fórnarlömbin sem verða á vegi húmbúkksins og þeirra sem kljást við sjálfa sig í dagsins önn, Vikan fjallar um hversu erfitt það er að vera kona og halda kjörþyngd. Blað samið af konum fyrir konur... eða hvað?

|