29.7.04

Helgin nálgast

Ég hef ekki staðið við að setja inn rýmispistil sem er þó að fullu mótaður, heldur garfast ég í daglegu amstri og æfingum.  Hver hermaðurinn hættir á fætur öðrum í vinnuskólanum, og nú síðast Bóbó.  Hef heyrt af því að ég hafi verið notaður sem "Gríla" á aðra hópa - vinnuskólaleiðbeinandi kom upp að mér um helgina og sagðist viðhafa þær hótanir að hann yrði eins og Árni Georgs ef ekki yrði  unnið betur - fólk gerði bara ekki annað en að vinna hjá mér.  Veit ekki um það annað en að hópnum voru falin verkefni núna sem fjörliðar gátu ekki skilað af sér.

Helgargleði á næsta leiti.  Engin stórræði í vændum, en þemanu "Maður og náttúra" verður fylgt, jafnvel nótt í tjaldi eða gönguferð í Botnsdal, Hvalfirði, upp Glymsgil að Glym.  Áhugasamir geta vaðið í ánni.  Á góðar minningar þaðan frá því fyrir ári síðan þegar ég fór með stóran hóp af unglingum þangað í 3 daga útilegu og byggði gufubað ásamt Boga Guðmundssyni - kol, steinar, eldpanna, bómur og nokkrir þykkir dúkar er allt sem þarf.  Málið að hafa skýlið eins rúmmálslítið og unnt er.

Ármannshlaupið er í kvöld og ef einhver er til í að styrkja hlaupið með úrdráttarverðlaunum þá fer hver að verða síðastur - viðkomandi má hafa samband við mig.

En ég hef semsagt ekkert að segja og látum þar við numið.

|




13.7.04

Halelújasamkoman

Hulk er fluttur, kominn á Oddagötuna og gleðin er mikil, gestagangur þónokkur. Svaf og vatki á Sauðárkróki um helgina þar sem fram fór Landsmót UMFÍ. Hef ferðast mikið um landið en ávalt skilið frímerkið Sauðárkrók eftir. Vanmat staðinn og í huga mér var hann á sama stalli og eymdarstaðurinn Skagaströnd eða Lákastaðir. En Krókurinn er úrvalskaupstaður sem skartar reiðhöll, mögnuðu bakaríi og tartan-hlaupabraut.

ÍR og Ármann sameinuðust í liði ÍBR og gekk vel. Ég bætti 400 m tímann og er kominn niður á 51,93 sek og stefni neðar, hljóp sóló í 800 m, þ.e. ég var í slökum riðli og leiddi allan tímann nokkuð örugglega. Hef alltaf æft mikið einn og er ávallt einn á mótum. Ákveðinn stemming að vera í liði. Allir heví jákvæðir og maður gerir ekki annað en að óska fólki til hamingju með bætingar - það eru jú allir að vinna í sínum málum og alltaf að æfa og æfa og æfa. Varð Landsmótsmeistari með Fjölni í fótbolta '97 og þá gengu hlutirnir út á annað en að spila fótbolta.

Það er hægt að líkja svona liðsstemmingu við halelújasamkomu hjá Krossinum. Það er ofurjákvæðni í gangi, svo mikil að liggur við að jákvæðnin beri mann ofurliði - "Sky's the limit". Þráinn leiðtogi sem stendur undir því nafni. Maður magnast allur upp og sjálfstraust er í botni - það berjast allir saman, svo er góðum árangri fagnað á liðsfundi með lófaklappi. Gleðin er spunnin úr mörgum samhangandi þáttum. Einungis jákvæðir þættir sem koma að. Fólk á öllum aldri, pönnukökukeppni, dráttarvélakeppni, útsaumur, karfa og frjálsar svo eitthvað sé nefnt. Eitthvað töpuðu ballhaldarar sér í miðaverði á Stuðmannaball í Reiðhöllinni Sauðárkróki - 3500 kr. Þurfti að vakna snemma svo ekkert varð af dansiballi.

|